Home Fréttir Í fréttum Dýpra er niður á klöpp en reiknað var með

Dýpra er niður á klöpp en reiknað var með

231
0
Borað er í vænt­an­legu ganga­stæði til þess að at­huga jarðlög. mbl.is/​Jón­as Er­lends­son

Bráðabirgðaniður­stöður rann­sókn­ar­bor­ana í Reyn­is­fjalli til und­ir­bún­ings gerðar veg­ganga virðast gefa til­efni til frek­ari rann­sókna á svæðinu og að dýpra sé niður á berg­klöpp en áður var talið.

<>

Vega­gerðin hef­ur hafið und­ir­bún­ing að færslu Hring­veg­ar­ins um Vík í Mýr­dal. Veg­ur­inn mun fara um jarðgöng í gegn­um Reyn­is­fjall og liggja sunn­an við þorpið í stað þess að fara um Gatna­brún og í gegn­um Vík.

Unnið er að for­hönn­un og mati á um­hverf­isáhrif­um.

Til und­ir­bún­ings jarðgöng­um hafa tvær hol­ur verið boraðar aust­an meg­in í Reyn­is­fjalli og þrjár vest­an meg­in og unnið er að bor­un fjórðu hol­unn­ar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Vega­gerðar­inn­ar breyta of­an­greind­ar frumniður­stöður engu varðandi það að jarðgöng eru raun­hæf­ur kost­ur en lík­legt að veg­skáli vest­an meg­in í Reyn­is­fjalli þyrfti að vera lengri en reiknað hef­ur verið með.

Heimild: Mbl.is