Home Fréttir Í fréttum Sýnir að Hvassahraunið er ekki hættulaust

Sýnir að Hvassahraunið er ekki hættulaust

137
0
Ari Trausti Guðmunds­son, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar- græns fram­boðs og jarðfræðing­ur. Árni Sæ­berg

Eld­gos á Reykja­nesskaga renn­ir enn frek­ari stoðum und­ir þá skoðun Ara Trausta Guðmunds­son­ar, þing­manns Vinstri grænna og jarðvís­inda­manns, að nátt­úru­vá sé raun­veru­leg ógn á svæðinu og þar með við mögu­leg­an flug­völl í Hvassa­hrauni.

<>

Ari Trausti seg­ir í sam­tali við mbl.is rangt að mjög lít­il hætta sé á eld­gosi í ná­grenni við lík­lega legu Hvassa­hrauns­flug­vall­ar, eins og haldið var fram á sín­um tíma í skýrslu Rögnu­nefnd­ar.

Hvassa­hraun hef­ur verið tal­inn með heppi­leg­ustu staðsetn­ing­um fyr­ir nýj­an inn­an­lands­flug­völl ef flug­völl­ur­inn í Vatns­mýri væri tek­inn und­ir byggð. Fram­kvæmd­in myndi í heild kosta um 44 millj­arða króna, eins og seg­ir hér.

Mat sem stenst ekki

Í skýrsl­unni er vísað til áhættumats jarðvís­inda­manna, sem er svohljóðandi:

„Mikl­ar lík­ur eru á að ald­ir líði áður en Krýsu­vík­ur­kerfið rumsk­ar næst. Bú­ast má við að næsta gosskeið á Reykja­nesskaga hefj­ist í Brenni­steins­fjöll­um. Það gæti orðið eft­ir um eina öld. Hraun þaðan er ekki lík­legt til að ógna flug­vall­ar­stæðinu í Hvassa­hrauni. Mjög litl­ar lík­ur eru á að sprung­ur og mis­gengi verði til vand­ræða á flug­vall­ar­stæðinu næstu ald­ir. Miðað við tíma­bil gosskeiða í þeim er langt í það næsta, jafn­vel yfir 300 ár.“

„Ég hef talað fyr­ir því að þetta mat stand­ist ekki,“ seg­ir Ari Trausti. Þingmaður­inn ger­ir ráð fyr­ir að nátt­úru­vár­sér­fræðing­ar Veður­stof­unn­ar, Al­manna­varna og Jarðvís­inda­stofn­un­ar ann­ist nýtt áhættumat, sem teng­ist nýju mati fyr­ir suðvest­ur­hornið og það verði tekið gilt fram yfir matið í þess­ari skýrslu.

Mikl­ar at­hug­an­ir hafa farið fram á mögu­leik­um á nýj­um inn­an­lands­flug­velli í Hvassa­hrauni. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Tvær leiðir fær­ar í staðinn

Í ljósi þess að nýtt áhættumat gæti teflt í tví­sýnu stefnu um að leggja nýj­an inn­an­lands- eða alþjóðaflug­völl í Hvassa­hrauni, seg­ir Ari Trausti að Reykja­vík­ur­borg séu tvær leiðir fær­ar til að losna við flug­völl­inn úr Vatns­mýr­inni.

„Ef Hvassa­hrauns­flug­völl­ur telst ásætt­an­leg­ur í nýju áhættumati, er hann út­göngu­leiðin, en ef ekki hver er hún þá? Hún gæti verið sú að borg­in segði ein­fald­lega: Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verður áfram í hluta Vatns­mýr­ar, en hon­um verður breytt og hann minnkaður í stutt­brautarflug­völl,“ seg­ir Ari Trausti.

Hvort sem er hafi þegar verið samþykkt að gera flug­vell­ina á Eg­ils­stöðum og Ak­ur­eyri að aðal­vara­flug­völl­um lands­ins, þannig að Vatns­mýr­in hef­ur þegar misst þann sess.

Flug­völl­ur­inn í Vatns­mýr­inni á að lok­um að víkja, sam­kvæmt stefnu borg­ar­yf­ir­valda. Hvert flug­um­ferðin fær­ist er þó ekki að fullu ráðið. mbl.is/Þ​or­vald­ur Örn Krist­munds­son

Heimild: Mbl.is