Home Í fréttum Niðurstöður útboða Fjögur tilboð bárust í vegagerð í Botni Vestmannaeyjum

Fjögur tilboð bárust í vegagerð í Botni Vestmannaeyjum

383
0
Botn í Friðarhöfn. Ljósmynd/TMS

Þann 15. mars síðastliðinn voru opnuð tilboð í gatnagerð í Botni. Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja fór yfir málið á fundi sínum í gær.

<>

Eftirfarandi tilboð bárust:

  • HS vélaverk ehf. kr. 54.132.660
  • Árni ehf. kr. 59.258.150
  • Steypudrangur ehf. kr. 49.070.500
  • Gröfuþjónusta Brinks ehf. kr. 71.026.925

Kostnaðaráætlun hönnuða hljóðaði upp á kr. 77.000.000. Fram kemur í fundargerðinni að unnið sé að því að meta tilboðin.

Heimild: Eyjar.net