Home Fréttir Útboð 01.10.2015 Fjallsárlón – Jarðvinna og lagnir-2015

01.10.2015 Fjallsárlón – Jarðvinna og lagnir-2015

198
0
Hornafjörður

Sveitarfélagið Hornafjörður óskar eftir tilboðum í verkið „Fjallsárlón – Jarðvinna og lagnir-2015“ eins og því er lýst í útboðsgögnum.Hér er um almennt útboð að ræða og lítur þeim reglum sem um það gilda.

<>
Lauslegt yfirlit yfir verkið

Um er að ræða að byggja upp og endurgera veg frá þjóðvegi 1 að væntanlegu bílastæði fyrir aðkomu og þjónustu við Fjallsárlón og fylla í væntanlegt bílastæði. Efnið í fyllingar verður tekið úr eldri þjóðveg á svæðinu sem er innan framkvæmdarsvæðis. Einnig er innifalið í verkinu að setja jöfnunarlag og tvöfalda klæðningu á veg og bílastæði en verkkaupi áskilur sér rétt til þess að fella þá liði út úr verkinu og skulu tilboð bjóðenda miðast við það. Verkið felur einnig í sér að grafa og koma fyrir rotþró ásamt síubeði á svæðið, grafa og koma fyrir neysluvatnslögn frá lóð væntanlegra þjónustubygginga að neysluvatnsborholu á svæðinu og koma og grafa fyrir skólplögn frá rotþró að lóð væntanlegra þjónustubygginga. Að lokum inniheldur verkið frágang á ídráttarrörum frá lóð væntanlegra þjónustubygginga að neysluvatnsborholu, rotþró og að bílastæði ásamt fleiri verkþáttum þessu tengdu.

Helstu magntölur eru :

Tilflutningur efnis innan framkvæmdarsvæðis ca. 9.000 m³
Gröftur og fylling fyrir neysluvatns- skólp- og ídráttarlögnum 262 m
Söndun lagna og rotþróar 117 m³
Gröftur fyrir rotþró og síubeði 750 m³
Rotþró 12.500 lítra 1 heild
Möl í síubeð 225 m³
Siturlögn ø110 mm 114 m
Skólplögn ø160 mm 62 m
Neysluvatnslögn ø63 mm 110 m
Ídráttarrör ø50  mm 575 m
Skólpbrunnar 4 stk.
Ø500 stálræsi 1 heild
Jöfnunarlag og tvöföld klæðning ca. 9.750 m²
Útboðsgögn
Miðað er við að full ljúka öllum verkþáttum útboðs eða eins og þau eru tilgreind í útboðsgögnum.
Útboðsgögn má nálgast á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjarðar að Hafnarbraut 27 Höfn frá og með fimmtudeginum 10. september 2015 gegn 5.000 kr. greiðslu.
Einnig er hægt að sækja útboðsgögnin án endurgjalds (hér að neðan) og fá lykilorð til að opna gögnin með því að senda tölvupóst á utbod@hornafjordur.is. Vinsamlegast takið fram um hvaða gögn er verið að biðja.
Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði eigi síðar en fimmtudaginn 1. október 2015 kl. 14:00 er þau verða opnuð samtímis í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska eftir að vera viðstaddir.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Tilboð er bindandi í 5 vikur frá opnunardegi.