Múlaþing óskar eftir tilboðum í nýbyggingu 890 m2 3ja deilda leikskóla í Fellabæ.
Verkið felst í uppbyggingu og fullnaðarfrágangi á fyrirhuguðum leikskóla ásamt jarðvinnu og lóðarfrágangi.
Verktaki getur hafið framkvæmdir að lokinni undirritun samnings, verklok eru 15. ágúst 2022
Helstu magntölur eru:
- Brottfluttur uppgröftur 1300 m3
- Klapparlosun 500 m3
- Aðfluttar fyllingar 200 m3
- Steinsteypa 420 m3
- Léttir timbur útveggir 460 m2
- Létt þakvirki 860 m2
- Loftræstistokkar 320 m
- Pípulagnir 900 m
- Snjóbræðslulagnir 2380 m
- Slökkvilagnir 460 m
- Raflagnapípur 3930 m
- Gipsveggir 575 m2
- Málun 2660 m2
- Dúkalögn 790 m2
- Malbikun 1150 m2
- Grasþökur 440 m2
- Gróðurbeð 550 m2
- Hellulögn 170 m2
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent á rafræna útboðsvefnum ajour, vso.ajoursystem.is frá og með miðvikudeginum 10.mars 2021 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 Miðvikudaginn 31. mars 2021.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir að tilboðsfresti líkur verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.