Home Fréttir Í fréttum Þrjú teymi taka þátt í samkeppni um skipulag og hönnun Langasandssvæðis á...

Þrjú teymi taka þátt í samkeppni um skipulag og hönnun Langasandssvæðis á Akranesi

121
0
Mynd: Skagafrettir.is

Apríl Arkitekter, Kanon Arkitektar og Landmótun sf. ásamt Sei Stúdíó eru þau þrjú teymi sem taka þátt í hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Langasandssvæðisins á Akranesi.

<>

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað.

Alls voru fjórtán fagteymi sem sóttust eftir að taka þátt.

Markmiðið með samkeppninni er að fá hugmyndir um framtíðarskipulag svæðisins í heild sem tengir m.a. strandsvæði, skólasvæði, framtíðar uppbyggingarreit og hafnarsvæðið.

Íbúasamráð um uppbyggingu á Langasandssvæðinu var framkvæmt í desember og janúar síðastliðinn. Tæplega 350 einstaklingar svöruðu könnun sem Akraneskaupstaður gaf út.

Dómnefnd hefur verið skipuð en í henni sitja fyrir hönd Akraneskaupstaðar, Ragnar B. Sæmundsson formaður skipulags- og umhverfisráðs, Ólafur Adolfsson aðalmaður í skipulags- og umhverfisráði og Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi.

Fulltrúar FÍLA eru Hermann Georg Gunnlaugsson landslagsarkitekt og skipulagsfræðingur, SFFÍ og Hildur Gunnlaugsdóttur arkitekt, AÍ. Verkefnastjóri samkeppninnar og ritari dómnefndar er Sædís Alexía Sigurmundsdóttir skrifstofustjóri og trúnaðarmaður dómnefndar er Ólafur Melsted landslagsarkitekt FÍLA.

Heimild: Skagafrettir.is