Home Fréttir Í fréttum Hjalla­stefn­an fær lóð und­ir grunn­skóla við Perluna

Hjalla­stefn­an fær lóð und­ir grunn­skóla við Perluna

86
0
Lóðin sem Hjalla­stefn­an hef­ur fengið lóðavil­yrði fyr­ir er fyr­ir neðan bíla­stæðin við Perluna. Mynd: Mbl.is

Borg­ar­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar samþykkti á fundi sín­um í gær lóðavil­yrði fyr­ir tæp­lega 6.000 fer­metra lóð fyr­ir neðan bíla­stæðin við Perluna sem ætluð er und­ir grunn­skóla Hjalla­stefn­unn­ar.

<>

Sam­kvæmt vil­yrðinu verður hægt að byggja 1.950 fer­metra skóla­bygg­ingu. Er þetta í sam­ræmi við vilja­yf­ir­lýs­ingu borg­ar­inn­ar og Hjalla­stefn­unn­ar frá því í sept­em­ber árið 2008.

Þrjár lóðir í aust­ur­hlíð Öskju­hlíðar komu til greina líkt og sjá má á meðfylgj­andi mynd. Skipu­lags- og sam­gönguráð borg­ar­inn­ar lagði til að litið yrði til kosta A eða B og skrif­stofa borg­ar­stjóra lagði til að veitt yrði lóðavil­yrði fyr­ir lóð B sem borg­ar­ráð samþykkti.

Lóðirn­ar þrjár sem voru til skoðunar við Perluna und­ir grunn­skóla Hjalla­stefn­unn­ar.

Í fund­ar­gerð borg­ar­ráðs má meðal ann­ars finna minn­is­blað sem gert var fyr­ir borg­ina um staðsetn­ing­arn­ar. Þar er meðal ann­ars gerð at­huga­semd við rýr­ar sam­göng­ur við svæðið fyr­ir börn. „All­ir val­kost­irn­ir þrír eru slitn­ir úr tengsl­um við borg­ar­hverfi auk þess sem al­menn­ings­sam­göng­ur að svæðinu eru rýr­ar.

Nem­end­ur eru því háðir akstri til og frá skóla. Í þessu ljósi verður að skoða bet­ur hvort skól­inn ætti ekki að vera í sterk­ari tengsl­um við rót­gró­in hverfi eða ný hverfi sem eru í þróun,“ seg­ir í minn­is­blaðinu.

Kvöð verður á lóðinni, verði hún samþykkt í deili­skipu­lagi, að hún megi ein­göngu vera und­ir hús­næði til skóla­rekst­urs og að önn­ur starf­semi verði ekki heim­iluð á lóðinni.

Heimild: Mbl.is