Home Fréttir Í fréttum Ókláruðum íbúðum fækkar ört

Ókláruðum íbúðum fækkar ört

124
0
Mynd: BIRGIR ÞÓR HARÐARSON/Kjarninn

Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.

<>

Í síð­ustu viku voru rétt rúm­lega 4 þús­und ófull­búnar íbúðir á Íslandi og hefur þeim fækkað um 1.700 frá byrjun síð­asta árs.

Leita þarf aftur til ára­mót­anna 2016 og 2017 til að finna jafn­lít­inn fjölda ófull­bú­inna íbúða, en á síð­ustu fjórum árum hefur þeim fjölgað í takt við aukna virkni á bygg­ing­ar­mark­aði. Þetta kemur fram í nýrri fast­eigna­gátt þjóð­skrár, þar sem nálg­ast má tölur um fjölda full­bú­inna og ófull­bú­inna íbúða.

Mikil fjölgun síð­ustu árin
Frá árinu 2006 hefur full­búnum íbúðum að með­al­tali fjölgað um 1.700 á hverju ári. Á síð­ustu fjórum árum hefur fjölg­unin þó verið nokkuð yfir þessu með­al­tali og var hún mest á síð­asta ári, þegar full­búnum íbúðum fjölg­aði um tæp­lega 3.400 tals­ins.

Á sama tíma hefur fjöldi ófull­bú­inna íbúða einnig fjölg­að, úr 3.900 í lok árs 2016 í 5.800 árið 2019. Þetta var mesti fjöldi ófull­bú­inna íbúða sem mælst hafði í lok árs frá því í fjár­málakrepp­unni árið 2009, en þá voru 6.500 íbúðir ókláraðar á land­inu. Þró­un­ina má sjá á mynd hér að neð­an.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Þjóðskrá

Búast við minnk­andi fram­boði
Sam­kvæmt tölum Hag­stofu tæp­lega tvö­fald­að­ist íbúða­fjár­fest­ing á þessu tíma­bili, þótt tekið sé til­lit til verð­bólgu. í fyrra lækk­aði hún svo örlítið aft­ur.

Sam­kvæmt fast­eigna­gátt­inni stór­fækk­aði einnig ófull­búnum íbúðum í fyrra, en þær voru fjórð­ungi færri við síð­ustu ára­mót heldur en í byrjun árs 2020. Þessum íbúðum hefur svo haldið áfram að fækka það sem af er ári, en í þess­ari viku voru þær um 300 færri en þær voru í byrjun árs.

Þessi þróun er í sam­ræmi við álykt­anir í nýlegri skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar (HMS) um stöðu og þróun mála á íbúða­mark­aði í ár.

Þar var búist við miklum sam­drætti á bygg­ing­ar­mark­aði, en sam­kvæmt stofn­un­inni er hætt við að fram­boð nýrra eigna drag­ist saman á næstu árum vegna þess. Verði þessi sam­dráttur við­var­andi býst HMS við að óupp­fyllt íbúða­þörf muni aukast á næst­unni.

Gögn fast­eigna­gátt­ar­innar eru einnig í sam­ræmi við síð­ustu íbúða­taln­ingu Sam­taka iðn­að­ar­ins (SI) í sept­em­ber í fyrra. Í þeirri taln­ingu sást að mik­ill sam­dráttur var á óupp­fylltum íbúð­um, sér í lagi á íbúðum á fyrstu bygg­ing­ar­stig­um. Sam­tökin bjugg­ust þá við að full­búnum íbúðum muni fækka í ár og á næsta ári.

Árin eftir hrun víti til varn­aðar
HMS varar við miklum sam­drætti í bygg­ing­ar­iðn­aði í skýrslu sinni, í ljósi þess hve langan tíma það gæti tekið fyrir bygg­ing­ar­iðn­að­inn að ná upp fullum afköstum aftur og skila nýjum íbúðum á mark­að­inn.

Sam­kvæmt stofn­un­inni var iðn­að­ur­inn lengi að ná aftur vopnum sínum í kjöl­far fjár­mála­hruns­ins árið 2008. Eftir margra ára van­fjár­fest­ingu mynd­að­ist svo íbúða­skortur sam­hliða skörpum verð­hækk­unum þegar eft­ir­spurn eftir þeim tók að aukast aftur vegna komu fleiri ferða­manna til lands­ins. Í því umhverfi versnuðu mögu­leikar heim­ila til að verða sér úti um hús­næði á fast­eigna- og leigu­mark­aði, sam­kvæmt skýrslu HMS.

Heimild: Kjarninn.is