Home Fréttir Í fréttum Hlutafé ÍAV aukið um 2,2 milljarða

Hlutafé ÍAV aukið um 2,2 milljarða

399
0
Sigurður Ragnarsson er forstjóri ÍAV. Mynd: Eva Björk Ægisdóttir

Hlutafé Íslenskra aðalverktaka var hækkað um tæplega 2,2 milljarða króna undir lok síðasta árs.

<>

Hlutafé Íslenskra aðalverktaka hf. (ÍAV) var hækkað um tæplega 2,2 milljarða króna undir lok síðasta árs. Hækkunin fór fram með umbreytingu láns frá Marti Iceland (Pty) ehf., eiganda allra hluta í ÍAV, í hlutafé og á genginu 1,0 á hlut.

Samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskrár var um að ræða erlenda kröfu á hendur ÍAV sem Marti Iceland tók yfir í september á síðasta ári.

Hagnaður ÍAV hefur verið fremur lítill sé miðað við umsvif félagsins undanfarin tvö ár, eða 40 milljónir árið 2019 og 6 milljónir árið 2018. Velta ÍAV jókst úr ríflega 14 milljörðum króna í 17,7 milljarða milli áranna 2018 og 2019.

Í árslok 2019 nam eigið fé félagsins ríflega milljarði, skuldir um 3,6 milljörðum og eignir félagsins um 4,7 milljörðum króna.

ÍAV hefur verið í eigu svissneska verktakafyrirtækisins Marti Holding AG frá árinu 2010, sem Marti-fjölskyldan á og stýrir líkt og Frjáls verslun fjallaði um nýlega.

Heimild: Vb.is