Home Fréttir Í fréttum Gler­borg sel­ur gler og spegl­a­hlut­a fyr­ir­tæk­is­ins til Í­span

Gler­borg sel­ur gler og spegl­a­hlut­a fyr­ir­tæk­is­ins til Í­span

327
0
Mynd/Aðsend

Glerborg hefur selt gler og speglahluta starfsemi sinnar, auk vörumerkisins til Íspan og einbeitir sér að þjónustu við byggingaverktaka sem hefur verið kjarnastarfsemi fyrirtækisins um árabil.

<>

Íspan eflir innlenda framleiðslu á gleri og speglum með kaupunum. Þar sem þessi hluti Glerborgar er nátengdur nafni Glerborgar selst firmanafnið til Íspan.

Á kennitölu Glerborgar kemur þá nýtt íslenskt firmanafn, Megna byggingalausnir sem merkir á íslensku „geta, að vera fær um, að hafa afl til“.

Engin breyting verður á fjölda starfsfólks Glerborgar þar sem Íspan ræður allt starfsfólkið sem hefur sinnt smásöluhlutanum. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Sérhæfðari þjónusta

Rúnar Árnason, framkvæmdastjóri Glerborgar, segir að tilgangurinn með sölunni sé til að nýta tímann betur fyrir sértækari þjónustu.

„Við höldum áfram að bjóða bestu lausnirnar, gluggalausnir sem aðrar fyrir byggingastig verktaka. Takmakið er að ryðja betri brautir fyrir viðskiptavini okkar. Efla verktakaþjónustuna undir nýju nafni í forvitnilegum og breyttum heimi.

Nýsköpun, skilvirkni og stefnulegt hagræði eru eins og áður kjörorðin fyrir faglega framtíð okkar undir nýjum fána Megna byggingalausna,“ segir hann.

Innlend framleiðsla eykst

Einar Þór Harðarson, framkvæmdastjóri Íspan, segir að merki Glerborgar sé vel þekkt á markaðnum og kaupin falli vel að markmiðum Íspan að auka veg innlendrar framleiðslu á gleri og speglum.

„Það er skynsamlegt skref fyrir okkur hjá Íspan að kaupa Glerborgar-nafnið. Með þessum viðskiptum mun innlend framleiðsla aukast. Við getum boðið viðskiptavinum Glerborgar betri þjónustu og styttri afhendingartíma á gleri þar sem meginhluti framleiðslunnar á sér stað hér á landi.

Við bjóðum viðskiptavini Glerborgar velkomna í hóp ánægðra viðskiptavina Íspan á Smiðjuveginum í Kópavogi. Við treystum því að við getum boðið þeim framúrskarandi þjónustu og gæðavörur“

Staðfærsla, nýtt nafn og merki voru unnin í samvinnu við Cohn & Wolfe á Íslandi.

Heimild: Frettabladid.is