Home Fréttir Í fréttum Fleiri raðhús rísa í Áshamri í Vestmannaeyjum

Fleiri raðhús rísa í Áshamri í Vestmannaeyjum

304
0
Byggingarleyfi fyrir raðhúsi í Áshamri var samþykkt. Teikning/TPZ teiknistofa

Byrjað er að vinna við tvær raðhúsalengjur og nú er búið að samþykkja þá þriðju.

<>

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Vestmannaeyjabæjar var haldinn á fimmtudaginn var. Þar voru teknar fyrir nokkrar umsóknir um byggingarleyfi.

Sótt var um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á Áshamari 105-113. Sigurjón Pálsson f.h. Steina og Olla ehf. sótti um byggingarleyfi fyrir raðhúsi.

Stærðir: Íbúðir 105/113, íbúð 119,2m², bílgeymsla 28,6m². Íbúðir 107/109/111, íbúð 114,9m², bílgeymsla 27,3m².

Var erindið samþykkt.

Golfklúbbur Vestmannaeyja vill byggja við golfskála

Einnig var tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar við golfskálann. Sigurjón Pálsson f.h. Golfklúbbs Vestmannaeyja sótti um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við golfskála til norðurs.

Stærðir: Viðbygging – kjallari og hæð 865,4m², Pallur 92m²

Í niðurstöðu segir að byggingarfulltrúi vísi umsókninni til Skipulagsráðs með vísun 5. mgr. 2.4.2. gr. byggingarreglugerðar.

Alla fundargerðina má sjá hér.

Heimild: Eyjar.net