Home Fréttir Í fréttum Nýr Landspítali semur við Corpus hópinn um fullnaðarhönnun á meðferðarkjarna nýs Landspítala

Nýr Landspítali semur við Corpus hópinn um fullnaðarhönnun á meðferðarkjarna nýs Landspítala

118
0
Frá hægri: Grímur M. Jónasson, Páll Matthíasson, Kristján Þór Júlíusson og Dagur B. Eggertsson

Heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, skrifaði í gær undir samning við Corpus hópinn um fullnaðarhönnun á meðferðarkjarna vegna byggingar nýs Landspítala við Hringbraut.
Fjögur fyrirtæki standa að Corpus hópnum þ.e. Basalt arkitektar, Hornsteinar arkitektar, Verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar og VSÓ ráðgjöf.

<>

Samningurinn er milli Nýs Landspítala ohf. og Corpus hópsins, sem var lægstbjóðandi í verkið, í útboði sem fram fór síðastliðið sumar í samræmi við fjárlög ársins 2015 og lög um skipan opinberra framkvæmda.

Ákvæði samningsins snýr að fullnaðarhönnun meðferðarkjarna nýs Landspítala. Hönnunin mun byggja á fyrirliggjandi forhönnun verksins sem þegar er lokið. Einnig hafa allar skipulagsáætlanir verið samþykktar vegna verkefnisins þ.e.svæðaskipulag, aðalskipulag og deiliskipulag lóðarinnar við Hringbraut.

Áætluð heildarstærð meðferðarkjarnans er um 58.500 m². Byggingin mun verða á 6 hæðum neðan götu, 5 hæðum ofan götu auk kjallara. Mun byggingin rísa á lóð Landspítala við Hringbraut. Meðferðarkjarninn mun tengjast öðrum byggingum á Landspítalalóðinni.

Heimild: Velferðaráðuneytið