Home Fréttir Í fréttum Verk og vit frestað í þriðja sinn

Verk og vit frestað í þriðja sinn

118
0
Frá sýningunni Verk og vit árið 2018 en þá mættu 25 þúsund manns á sýninguna. Mynd: AÐSEND

Fagsýningunni Verk og vit hefur verið frestað um ár en til stóð að halda hana í Laugardalshöll þann 15. til 18. apríl næstkomandi.

<>

Þess í stað fer hún fram daganna 17. til 20. mars á næsta ári.

Er þetta í þriðja sinn sem Verk og vit er frestað á innan við ári. Sýningin átti fyrst að fara fram í mars í fyrra en var svo frestað fram í október vegna kórónuveirufaraldursins. Í ágúst var svo tilkynnt að henni yrði frestað aftur fram á næsta vor.

Síðasta Verk og vit sýningin fór fram árið 2018.

Áslaug Pálsdóttir, framkvæmdastjóri AP almannatengsla sem er framkvæmdaaðili Verk og vit, segir í tilkynningu að ákvörðunin um að fresta aftur hafi verið tekin að höfðu samráði við samstarfsaðila.

Erlendir gestir og sýningaraðilar

Í ljósi þess að samkomutakmarkanir geti orðið viðvarandi næstu mánuði hafi verið ákveðið að fresta sýningunni um ár. Þá spili inn í að erlendir aðilar séu í sýningarhópnum að þessu sinni og að erlendir gestir séu væntanlegir á sýninguna.

Haft er eftir Áslaugu að fagsýning eins og Verk og vit sé afar mikilvægur vettvangur fyrir byggingariðnaðinn þar sem sýningin feli í sér tækifæri fyrir fagaðila til að kynna vörur sínar og þjónustu og styrkja tengslanetið.

„Verk og vit hefur þannig skipað sér mikilvægan sess hjá fagaðilum til að hittast og mynda viðskiptasambönd,“ segir í tilkynningu.

Meðal sýnenda á Verk og vit eru meðal annars byggingarverktakar, verkfræðistofur, menntastofnanir, fjármála- og ráðgjafafyrirtæki, tækjaleigur, hugbúnaðarfyrirtæki og sveitarfélög.

Heimild: Visir.is