Home Fréttir Í fréttum Byggja sex íbúðir á Seyðis­firði

Byggja sex íbúðir á Seyðis­firði

98
0
Ólaf­ur Hr. Sig­urðsson, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri á Seyðis­firði, sýn­ir Ásmundi Ein­ari og fylgd­arliði eyðilegg­ing­una sem aur­skriðurn­ar ollu í des­em­ber. Ljós­mynd/​Aðsend

Leigu­fé­lagið Bríet, sem er í eigu Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar, mun taka þátt í upp­bygg­ingu á allt að sex íbúðum á Seyðis­firði. Rík­is­stjórn­in og sveit­ar­fé­lagið hyggj­ast taka hönd­um sam­an um að bregðast við þeirri eyðilegg­ingu sem átti sér stað í des­em­ber síðastliðnum þegar aur­skriður féllu á hluta byggðar­inn­ar og ollu skemmd­um á fjölda húsa.

<>

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra, Björn Ingimars­son, sveit­ar­stjóri Múlaþings, Her­mann Jónas­son, for­stjóri HMS, og Soffía Guðmunds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri leigu­fé­lags­ins Bríet­ar, und­ir­rituðu í dag vilja­yf­ir­lýs­ingu þessa efn­is en fram­kvæmd­ir munu hefjast mjög fljót­lega. Ráðherra er nú stadd­ur á Seyðis­firði.

Sveit­ar­fé­lagið ákvað í gær á sveit­ar­stjórn­ar­fundi að ekki verði heim­ilt að búa í fjór­um hús­um sem eft­ir standa við Stöðvar­læk þar sem aur­skriðurn­ar féllu og hef­ur Múlaþing óskað eft­ir stuðningi Of­an­flóðasjóðs við að kaupa þessi hús.

Áður hafði verið ákveðið að óheim­ilt verði að end­ur­byggja hús á tíu lóðum, þar af fimm íbúðar­húsalóðum.

Fyr­ir ham­far­irn­ar á Seyðis­firði aug­lýsti Bríet eft­ir bygg­ing­araðilum til sam­starfs um upp­bygg­ingu tveggja leigu­íbúða og í kjöl­farið lýstu sex bygg­ing­araðilar yfir áhuga á að koma að verk­efn­inu.

Eft­ir að aur­skriðurn­ar féllu var ákveðið að íbúðirn­ar yrðu allt að sex. Til greina kem­ur að samið verði um að vænt­an­leg­ir leigj­end­ur íbúðanna geti keypt eign­irn­ar að viss­um tíma liðnum.

Um verður að ræða 80-100 fer­metra íbúðir með allt að þrem­ur svefn­her­bergj­um en Bríet legg­ur áherslu á bygg­ingu íbúða sem eru í hag­kvæmri stærð, til að nýta sem best fjár­magn fé­lags­ins og svo að leigu­verð þeirra sé viðráðan­legt. Í aur­skriðunni voru það þó aðallega ein­býl­is­hús sem eyðilögðust.

Heimild: Mbl.is