Home Fréttir Í fréttum Auknar kröfur í malbiksframkvæmdum – upptaka af morgunfundi Vegagerðarinnar

Auknar kröfur í malbiksframkvæmdum – upptaka af morgunfundi Vegagerðarinnar

108
0

Auknar kröfur í malbiksframkvæmdum – upptaka af morgunfundi

<>

Hluti morgunfundaraðar Vegagerðarinnar vorið 2021

Morgunfundur þar sem kynntar voru auknar kröfur og hertar reglur Vegagerðarinnar í útboðum malbiks- og klæðingaframkvæmda fór fram í streymi þriðjudaginn 2. febrúar.

Talsverður áhugi var á fundinum en alls skráðu um 420 sig inn á streymið.

Upptöku af fundinum má finna hér í fréttinni.

Á fundinum kynnti Vegagerðin stórauknar kröfur til verktaka og eftirlitsaðila með framkvæmdum þar sem lagt er út malbik og klæðing.

Gerðar verða ýmsar nýjar kröfur og aðrar auknar til að tryggja að ekki skapist aðstæður að lokinni framkvæmd sem geta reynst hættulegar vegfarendum.

Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar flutti ávarp, Pétur Pétursson hjá PP ráðgjöf fræddi fundargesti um muninn á klæðingu og malbiki og hvernig útlögn og framleiðsla þessara efna fer fram.

Birkir Hrafn Jóakimsson verkefnastjóri hjá Vegagerðinni greindi frá þeim breytingum sem gerðar hafa verið.

Í lokin svöruðu frummælendur spurningum áhorfenda.

Morgunfundurinn er hluti fundaraðar sem haldinn verður í vetur og lýkur í vor með ráðstefnu um yfirlagnir á Íslandi.

Á fundunum sem fylgja í kjölfar þessa fyrsta fundar verður fjallað um vetrarþjónustu, bikblæðingar og þjóðvegi á hálendi Íslands.

Upptaka af fundinum

Glærur frá fundinum

Klæðingar og malbik – erindi Péturs Péturssonar hjá PP ráðgjöf.

Nýjar og strangari kröfur Vegagerðarinnar vegna lagningar bundins slitlags – erindi Birkis Hrafns Jóakimssonar verkefnastjóra hjá Vegagerðinni.

Heimild: Vegagerðin.is