Home Fréttir Í fréttum Bjóða upp á nýtt nám í jarðvirkjun til að auka nýliðun

Bjóða upp á nýtt nám í jarðvirkjun til að auka nýliðun

461
0
Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Tækniskólinn býður upp á nýtt nám í jarðvirkjun í haust. Skortur hefur verið á nýliðun starfsfólks í faginu hérlendis og með auknum kröfum um öryggi og gæði, styttri framkvæmdatíma, minna rask, þéttingu byggðar og tækniþróun eykst þörfin sífellt fyrir vel menntað starfsfólk í jarðvirkjun.

Námið mun undir búa einstaklinga undir fjölbreytt störf sem felast í jarðvegsvinnu, svo sem efnisflutninga, frágangsvinnu og grunnvinnu við byggingarlóðir.

<>

„Ég fagna því að nemendur geti brátt sótt sér aukna þekkingu á þessu mikilvæga starfssviði.

Við viljum skapa tækifæri fyrir fólk á öllum aldri til þess að efla færni sína og sérhæfingu, og mæta þörfum samfélagsins hverju sinni,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Í náminu öðlast nem­endur vinnu­véla­rétt­indi, rétt­indi í merk­ingu vinnusvæða auk skyndi­hjálp­ar­skír­teinis. Námið er fjórar annir og verður það ætlað bæði nýnemum á framhaldsskólastigi og þeim sem þegar starfa í greininni.

Jarðvirkjun er ekki löggilt iðngrein. Verkleg kennsla fer fram á útisvæði Tækniskólans í Hafnarfirði.

Heimild: Ruv.is