Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Viðgerðir á heilsugæslustöð HVE í Ólafsvík

Viðgerðir á heilsugæslustöð HVE í Ólafsvík

145
0
Mynd: Skessuhorn.is

Undanfarnar vikur hafa staðið yfir framkvæmdir við heilsugæslustöð HVE í Ólafsvík. Skipt hefur verið um og lengt þak ásamt því að þakkanti er breytt þannig að hann er lengdur og klæddur með áli.

<>

Settar verða nýjar rennur og skipt um þá glugga sem þarf ásamt því að húsið sjálft verður málað. Undanfarin ár hefur orðið vart við leka í gegnum steinsteyptan þakkant á húsinu en aldrei eins mikinn og á síðasta ári og því nauðsynlegt að koma fyrir lekann.

Það er byggingaverktakinn K16 ehf sem sér um verkið en sama fyrirtæki er einnig með verkefni fyrir HVE á Akranesi.

Heimild: Skessuhorn.is