Home Fréttir Í fréttum Tjón á vegum og ræsum á Siglufirði fæst ekki bætt

Tjón á vegum og ræsum á Siglufirði fæst ekki bætt

82
0

Tjón sem orðið hefur á götum og vegræsum á Siglufirði vegna úrhellisins og vatnavaxta fæst ekki bætt hjá Viðlagatryggingu Íslands. Þetta kemur fram í minnisblaði frá Viðlagatryggingu Íslands sem lagt var fyrir sveitarstjórn Fjallabyggðar.

<>

Vegræsin undir Hólaveg og Fossveg höfðu ekki undan í vatnavöxtunum í síðustu viku og leiddi það til að göturnar rofnuðu með tilheyrandi tjóni á götum og vegræsum.

Framkvæmdastjóri og byggingarverkfræðingur Viðlagatryggingar Íslands fóru til Siglufjarðar til samráðs og undirbúnings við skipulag tjónamats.

Í minnisblaðinu segir að tjón á fasteignum og lausafé á Siglufirði falli undir bótaskyldu Viðlagatryggingar Íslands. „Viðlagatrygging Íslands vátryggir allar fasteignir og lausafé sem brunatryggt er hjá vátryggingafélagi sem starfsleyfi hefur hér á landi.

Tjón á fráveitu sveitarfélagsins fellur undir bótaskyldu Viðlagatryggingar Íslands. Þegar vátryggingaratburðurinn hefur gerst eða bein hætta er á því, að hann muni að höndum bera, ber vátryggðum að reyna af fremsta megni að afstýra tjóninu eða draga úr því. Vátryggingin nær til tjóns og kostnaðar, sem vátryggður hefur af ráðstöfunum til að varna tjóni. Aðgerðir sveitafélagsins sem komu í veg fyrir tjón sem annars hefði orðið mun umfangsmeira fellur hér undir. Aðgerðirnar náðu til hreinsunar á frárennslislögnum og vinnu við gerð varnargarðs til að koma Hvanneyrará í réttan farveg við Fossveg, föstudaginn 28. ágúst 2015,“ segir í minnisblaðinu.

Heimild: Visir.is