Home Fréttir Í fréttum Tíu stærstu sveitarfélögin á Suðurlandi eiga um tvö hundruð leiguíbúðir

Tíu stærstu sveitarfélögin á Suðurlandi eiga um tvö hundruð leiguíbúðir

67
0
Selfoss

Tíu stærstu sveitarfélögin á Suðurlandi eiga um tvö hundruð leiguíbúðir, að því er fram kemur í úttekt velferðarráðuneytisins á íbúðum í eigu sveitarfélaga á landinu.

<>

Sveitarfélagið Árborg átti 101 íbúð á síðasta ári, Rangárþing eystra á 25, Rangárþing ytra á 20 slíkar og Hrunamannahreppur á 19, tólf fleiri en Hveragerðisbær. Flest sveitarfélög era fyrir sig rekstrarvanda við íbúðir, þótt úr því hafi dregið á fáeinum árum.

Árborg hefur selt þrjár íbúðir á þessu ári, en áætlaði að selja alls fimm. Árið 2013 var aðeins ein slík íbúð seld. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins segir að metið hverju sinni sem íbúð losnar, hvort hún verði sett á sölu eða höfð áfram í leigu. „Einnig hefur verið leitast við að bjóða leigutökum, sem fara yfir tekju- og eignamörk, að kaupa íbúðirnar sem þeir hafa leigt á matsverði,“ segir Ásta.

Aðspurð um þróun á eignarhaldi íbúða segir Ásta að sveitarfélagið Árborg hafi fækkað félagslegum leiguíbúðum lítillega á síðustu árum.

Alls bárust sveitarfélögum á Suðurlandi 58 beiðnir á úthlutun félagslegs húsnæðis á síðasta ári, en inni í þeim tölum eru Vestmannaeyjar og Hornafjörður. Alls voru samþykktar 28 slíkar beiðnir. Að jafnaði hefur biðtími eftir slíku húsnæði verið um 16 mánuðir á Suðurlandi, en það er afar mismunandi eftir sveitarfélögum.

Heimild: Sunnlenska.is