Home Fréttir Í fréttum Flug­stöðin á Ak­ur­eyri stækk­ar um 1.100 fm

Flug­stöðin á Ak­ur­eyri stækk­ar um 1.100 fm

167
0
Svona verður flug­stöðin séð frá bíla­stæðinu. Viðbygg­ing­in vinstra meg­in, nú­ver­andi flug­stöð og flugt­urn­inn til hægri. Ljós­mynd Ak­ur­eyri.net

Stefnt er að því að viðbygg­ing við flug­stöðina á Ak­ur­eyri verði tek­in í notk­un eft­ir um það tvö og hálft ár, um vor eða sum­ar 2023. Um er að ræða 1.100 fer­metra stál­grind­ar­hús. Fjallað er um þetta á Ak­ur­eyri.net.

<>

Í viðbygg­ing­unni, sem verður við norðurenda nú­ver­andi flug­stöðvar en nær til vest­urs, verður brott­far­ar- og komu­sal­ur fyr­ir milli­landa­flug, frí­höfn og veit­inga­sala. Inn­rit­un­ar­sal­ur fyr­ir bæði inn­an­lands- og milli­landa­flug verður í nú­ver­andi komu­sal og inn­an­lands­farþegar fara um suður­hluta nú­ver­andi bygg­ing­ar.

Það eru Arkis og Mann­vit sem sjá um hönn­un viðbygg­ing­ar­inn­ar en hægt er að lesa nán­ar um þetta og skoða fleiri mynd­ir á Ak­ur­eyri.net.

Heimild: Mbl.is