Home Fréttir Í fréttum Hjúkrunarheimilið Eyri afhent til notkunar

Hjúkrunarheimilið Eyri afhent til notkunar

264
0
Hjúkr­un­ar­heim­ilið Eyri. Ljós­mynd/​Sigujón J. Sig­urðsson

Í gær var hjúkr­un­ar­heim­ilið Eyri af­hent Heil­brigðis­stofn­un Vest­fjarða, sem mun taka að sér rekst­ur þess. Form­leg at­höfn var hald­in klukk­an 14.00 og í fram­hald­inu var opið hús þar sem íbú­um var vel­komið að skoða hús­næðið.

<>

„Þetta er ansi veg­leg bygg­ing sem nú er til­bú­in. Þetta er bylt­ing í umönn­un eldri borg­ara hér í Ísa­fjarðarbæ. Heim­ilið er byggt eft­ir nýj­ustu kröf­um og upp­fyll­ir öll þau skil­yrði sem nú telj­ast best til umönn­un­ar fyr­ir eldra fólk,“ seg­ir Sig­urður Pét­urs­son, sagn­fræðing­ur og formaður bygg­ing­ar­nefnd­ar, við mbl.is.

Hjúkr­un­ar­heim­ilið Eyri er byggt af Ísa­fjarðarbæ fyr­ir 30 heim­il­is­menn sam­kvæmt sér­stöku sam­komu­lagi við vel­ferðarráðuneytið. Fram­kvæmd­ir hóf­ust á ár­inu 2013 og nú er komið að þeim tíma­mót­um að full­komið hjúkr­un­ar­heim­ili fyr­ir 30 heim­il­is­menn ásamt sal fyr­ir iðjuþjálf­un er til­búið til notk­un­ar. Hjúkr­un­ar­heim­ilið verður af­hent vel­ferðarráðuneyt­inu og Heil­brigðis­stofn­un Vest­fjarða til­búið til rekstr­ar með öll­um búnaði.

Sig­urður seg­ir hjúkr­un­ar­heim­ilið á góðum stað. „Það er staðsett hér í hjarta bæj­ar­ar­ins með út­sýni ann­ars veg­ar yfir fjöll­in okk­ar og hins veg­ar yfir poll­inn.“

Hann býst við því að Eyri verði komið í full not fyr­ir ára­mót. „Þetta er búið að vera bar­áttu­mál okk­ar hérna í mörg ár að bæta aðstöðu aldraðra. Þetta er mjög gleðileg­ur viðburður. Fjöldi bæj­ar­búa hef­ur komið á opna húsið og er ánægt og stolt yfir þessu.“

Heimild: Mbl.is