Home Fréttir Í fréttum Rúmlega 180 milljónir í framkvæmdir í Langanesbyggð

Rúmlega 180 milljónir í framkvæmdir í Langanesbyggð

184
0
Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Langanesbyggð stefir á að framkvæma og fjárfesta fyrir rúmlega 18o milljónir á árinu. Meðal verkefna sem stefnt er að eru dýpkun á athafnasvæði uppsjávarskipa í Þórshafnarhöfn, heildarviðgerð á íþróttamiðstöðinni Veri og viðgerðar á hafnargarðinum á Bakkafirði.

Dýpka Þórshafnarhöfn

Í tilkynningu á vef Langanesbyggðar segir að fyrsta stórverkefni ársins verði að ljúka dýpkun athafnasvæði uppsjávarskipa í Þórshafnarhöfn í 9,5 metra. Á síðasta ári  var unnið við dýpkun innsiglingar og botnhreinsun hafnarinnar og eftir framkvæmdir ætti höfnin að geta tekið á móti því sem næst öllum uppsjávarskipum sem veiða á Íslandsmiðum. Heildarkostnaður er um 260 milljónir og er áætlaður hlutur sveitarfélagsins um 85-90 milljónir.

<>

Taka íþróttahúsið í gegn

Þá er í kortunum að fara í heildarviðgerð á íþróttamiðstöðinni Veri. Reiknað er með að verja um 50 milljónum króna á næsta ári í framkvæmdir en heildarkostnaður verður nær 200 milljónum á næstu árum. Þá er áætlað að verja rúmum 30 milljónum í að endurnýja frárennslislagnir.

Laga hafnargarðinn á Bakkafirði eftir óveðrið 2019

Á Bakkafirði hefjast framkvæmdir vegna viðgerðar á hafnargarðinum strax í janúar en hann skemmdist illa í óveðrinu í desember 2019. Í kjölfarið er stefnt að því í sumar að laga til á hafnarsvæðinu. Enn fremur er unnið við framkvæmdir vegna útsýnissvæðis við ysta haf – við Hafnartanga og á þeim að mestu að ljúka í vor.

Þórshafnarhöfn. Mynd: Einar Þór Óttarsson

Heimild: Ruv.is