Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Mosfellsbær undirritar verksamning við Karina ehf. um samgöngustíg og endurnýjun ræsis í...

Mosfellsbær undirritar verksamning við Karina ehf. um samgöngustíg og endurnýjun ræsis í Ævintýragarði

388
0
Ævintýragarður. Mynd: Mosfellsbær

Á næstu dögum verður undirritaður verksamningur við Karina ehf, að undangengdu útboði, um samgöngustíg og endurnýjun ræsis í Ævintýragarði.

<>

Um er að ræða að leggja 1700 m langan og 5 metra breiðan samgöngustíg frá Brúarlandi í gegnum Ævintýragarðinn í Mosfellsbæ að Tunguvegi, þar með talið niðursetningu 2ja brúa yfir Varmá annarsvegar og Köldukvísl hinsvegar. Einnig er um að ræða endurnýjun á 600 mm skolplögn (varmárræsi) á um 220 m kafla vestan Varmár neðan gervigrasvallar. Að auki verður endurgerður reiðstígur sem grefst í sundur vegna framkvæmda við skolplögn.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum og truflunum sem af þessum framkvæmdum hlýst og biðjum við vegfarendur um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi meðan á framkvæmdum stendur.

Áætluð verklok eru 15. ágúst 2021.

Heimild: Mosfellsbær