Home Í fréttum Niðurstöður útboða Hárfínn munur í stóru útboði

Hárfínn munur í stóru útboði

1385
0
Jarðvinna í Björkurstykki. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Aðeins munaði 0,45% á tveimur lægstu tilboðunum í gatnagerð og lagnir í 2. áfanga nýja hverfisins í Björkurstykki á Selfossi.

<>

Nær öll tilboðin voru í kringum 1,3 milljarða króna en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rúmlega 1,5 milljarða króna.

Borgarverk ehf átti lægsta tilboðið, 1.284.576.000 krónur en næst lægsta tilboðið var frá Óskataki, 1.290.266.600 krónur. Mismunurinn tæpar 5,7 milljónir króna eða 0,45%.

Gröfutækni bauð 1.345 þúsund krónur, Háfell 1.377 þúsund og Mjölnir 1.413 þúsund krónur.

Verkinu er áfangaskipt og á fyrsta áfanga af fjórum að vera lokið þann 1. september næstkomandi. Verkinu á að vera að fullu lokið þann 1. júní árið 2024.

Heimild: Sunnlenska.is