Home Fréttir Í fréttum Þverun Þorskafjarðar boðin út í næstu viku

Þverun Þorskafjarðar boðin út í næstu viku

166
0
Verkið felst í nýbyggingu 2,7 km vegarkafla en innifalið í verkinu er bygging 260 m langrar steyptrar brúar. Tölvuteiking: Vegagerðin

Samkomulag hefur náðst við landeigendur.

<>

Stefnt er að því að bjóða út þverun Þorskafjarðar í næstu viku en nýverið náðist samkomulag við landeigendur í Þorskafirði.

Verkið ber heitið Vestfjarðavegur (60) um Gufudalssveit, Kinnastaðir-Þórustaðir.

Í því felst nýbygging Vestfjarðavegar á um 2,7 km kafla við austanverðan Þorskafjörð.

Meðal verkefna er bygging 260 metra langrar steyptrar brúar yfir Þorskafjörð. Vegurinn er alfarið byggður í nýju vegstæði en tengist núverandi Vestfjarðavegi í báða enda.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu (EES).

Heimild: Vegagerðin.is