Home Fréttir Í fréttum Hreinsitækni kaupir Varnir og Eftirlit

Hreinsitækni kaupir Varnir og Eftirlit

220
0
Guðni Halldórsson ráðgjafi hjá Íslenskum Verðbréfum og Smári Sveinsson, ásamt fulltrúm kaupanda þeim Björgvin Bjarnasyni, Rögnvaldi Guðmundssyni, Jóni Þór Gunnarssyni og Hrafni Árnasyni. Aðsend mynd

Hreinsitækni ehf. hefur keypt allt hlutafé Varna og Eftirlits ehf. og hefur tekið við rekstri félagsins.

<>

Hreinsitækni ehf. hefur keypt allt hlutafé Varna og Eftirlits ehf. og hefur tekið við rekstri félagsins. Greint er frá viðskiptunum í fréttatilkynningu.

Í fréttatilkynningunni segir að með þessu breikki Hreinsitækni þjónustuframboð sitt en að öðru leyti séu engar breytingar fyrirhugaðar á starfsemi fyrirtækisins eða þjónustu við viðskiptavini. Allir starfsmenn muni halda áfram eftir eigendaskiptin.

Fyrirtækjunum er lýst á eftirfarandi hátt í ofangreindri tilkynningu:

„Varnir og Eftirlit er leiðandi fyrirtæki á sviði meindýravarna og -eftirlits í fyrirtækjum, stofnunum og heimahúsum. Fyrirtækið var stofnað árið 1999 og hefur frá stofnun verið í eigu Smára Sveinssonar og Ragnhildar Sigurðardóttur og hefur Smári verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá upphafi.

Segir Smári að hann hafi verið kominn að vissum tímamótum með fyrirtækið og fagni því að sjá það í góðum höndum. Jafnframt segist Smári hlakka til þess að halda áfram að þróa fyrirtækið og efla í samvinnu við nýja eigendur.

Hreinsitækni ehf. er leiðandi fyrirtæki á sviði þjónustu við holræsa- og skólphreinsikerfi. Félagið var stofnað árið 1976 og hefur starfað óslitið síðan.“

Að sögn Björgvins Bjarnasonar framkvæmdastjóra Hreinsitækni sér félagið kaupin sem áhugaverðan lið í að bæta þjónustu við núverandi viðskiptavini beggja fyrirtækja, auk þess sem hann telji vera mikil færi til að þróa starfsemi Varna og eftirlits enn frekar í kjölfar kaupanna.

Fyrirtækjaráðgjöf Íslenskra verðbréfa hafði milligöngu um kaupin og stýrði söluferlinu.

Heimild: Vb.is