Home Fréttir Í fréttum Byko sektað um 400 millj­ón­ir króna

Byko sektað um 400 millj­ón­ir króna

192
0
Málið snýst um um­fangs­mikið ólög­mætt sam­ráð Byko við gömlu Húsa­smiðjuna.

Hæstirétt­ur hef­ur kveðið upp þann dóm að Nor­vik, móður­fé­lag Byko, skuli greiða 400 millj­ón­ir króna í sekt vegna brota gegn sam­keppn­is­lög­um vegna verðsam­ráðs við gömlu Húsa­smiðjuna á ár­un­um 2010-2011.

<>

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur komst að sömu niður­stöðu árið 2018 en Lands­rétt­ur lækkaði sekt Byko um 75 millj­ón­ir króna, í 325 millj­ón­ir, ári síðar.

Málið snýst um um­fangs­mikið ólög­mætt sam­ráð Byko við gömlu Húsa­smiðjuna. Árið 2015 tók Sam­keppn­is­eft­ir­litið ákvörðun um að leggja 650 millj­ón króna sekt á fyr­ir­tækið, eða öllu held­ur móður­fé­lag þess Nor­vik, vegna sam­ráðs sem stóð yfir á ár­un­um 2010-2011 og fólst í því að fyr­ir­tæk­in áttu í bein­um reglu­leg­um sam­skipt­um þar sem veitt­ar voru upp­lýs­ing­ar um verð, af­slátt­ar­kjör og stund­um birgðastöðu á ákveðnum teg­und­um gróf­vara.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi Byko til þess að greiða 400 millj­ón­ir króna í sekt með dómi sín­um frá því í maí 2018, en með þeim dómi var niðurstaða áfrýj­un­ar­nefnd­ar sam­keppn­is­mála um að Byko hefði framið al­var­legt brot á sam­keppn­is­lög­um staðfest og sekt­in hækkuð.

Áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála hafði þá áður tekið ákvörðun um að lækka 650 millj­ón króna sekt­ina sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið lagði upp­haf­lega á Byko um 585 millj­ón­ir, niður í 65 millj­ón­ir.

Taldi áfrýj­un­ar­nefnd­in að brot Byko væri ekki jafn al­var­legt og Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefði ákv­arðað – fyr­ir­tækið hefði ein­ung­is brotið gegn sam­keppn­is­lög­um en ekki EES-samn­ingn­um eins og Sam­keppn­is­eft­ir­litið taldi.

Gamla Húsa­smiðjan viður­kenndi sök sína í mál­inu og með sátt­ar­sam­komu­lagi við Sam­keppn­is­eft­ir­litið árið 2014 féllst fyr­ir­tækið á að borga 325 millj­ón­ir króna í sekt.

Auk þess­ara sekt­ar­greiðslna voru sex starfs­menn fyr­ir­tækj­anna tveggja dæmd­ir í Hæsta­rétti fyr­ir sinn þátt í verðsam­ráðinu og hlutu all­ir utan eins skil­orðsbundna fang­els­is­dóma.

Heimild: Mbl.is