Home Fréttir Í fréttum Sements­verk­smiðjan biðst af­sök­un­ar

Sements­verk­smiðjan biðst af­sök­un­ar

135
0
Sementstank­arn­ir á Akra­nesi. mbl.is/​Hall­ur Már

Sements­verk­smiðjan harm­ar óþæg­indi sem ná­grann­ar fyr­ir­tæk­is­ins urðu fyr­ir í gær þegar sementsryk þyrlaðist upp frá sílói og lagðist yfir ná­grenni verk­smiðjunn­ar á Akra­nesi.

<>

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu sem Gunn­ar H. Sig­urðsson fram­kvæmda­stjóri Sements­verk­smiðjunn­ar sendi út. Þar biðst fyr­ir­tækið af­sök­un­ar á óhapp­inu.

Þar seg­ir að mann­leg mis­tök hafi orðið  til þess að sements­s­íló við Sements­verk­smiðjuna yf­ir­fyllt­ist við upp­skip­un aðfaranótt 5. janú­ar svo sementsryk þyrlaðist upp og sett­ist á göt­ur, hús og bíla í ná­grenni verk­smiðjunn­ar.

Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að sement sem fyr­ir­tækið flyt­ur inn sé nátt­úru­legt efni, án eit­ur­efna. Þó að rykið sem barst út í um­hverfi verk­smiðjunn­ar ógnaði ekki heilsu fólks.

Það get­ur þó, ef ekk­ert er að gert, valdið skemmd­um á mun­um og bygg­ing­um.

„Starfs­fólk Sements­verk­smiðjunn­ar hef­ur frá því í gær unnið í sam­vinnu við íbúa, Slökkviliðið, Veit­ur og aðra aðila að því að hreinsa fljótt og vel upp vett­vang og eign­ir fólks til að varna skemmd­um og forða frek­ari óþæg­ind­um.

Sú vinna gekk vel og fyr­ir­tækið vill koma á fram­færi þökk­um til allra sem að komu fyr­ir öt­ult starf og skjót viðbrögð.

Heimild: Mbl.is