Home Fréttir Í fréttum Iðnvélar og Innval kaupa Hýsi

Iðnvélar og Innval kaupa Hýsi

389
0
Þorvaldur Guðjónsson, framkvæmdastjóri Hýsi-Merkúr, Jón Steingrímsson, stjórnarformaður Iðnvéla og Innvals og Skafti Harðarson, framkvæmdastjóri Innvals. Aðsend mynd

Hýsi-Merkúr hefur selt byggingahluta félagsins til eigenda og stjórnenda Iðnvéla og Innvals.

<>

Hýsi-Merkúr ehf. hefur undirritað samninga um sölu á byggingahluta félagsins sem rekinn hefur verið undir nafninu Hýsi undanfarin 15 ár.

Kaupendur eru eigendur og stjórnendur Iðnvéla ehf. og Innvals ehf. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Hýsi hefur um árabil flutt inn og selt húseiningar frá Trimo, bogahýsi, gámahýsi, CLT og límtrésbyggingar, stálgrindarhús, öryggisgirðingar og fleira.

Mannvirki frá Hýsi skipta nú hundruðum, víðsvegar um landið.

„Nýir eigendurnir tóku við rekstrinum nú um áramótin og hyggjast byggja enn frekar ofan á þann góða reskstur og orðspor sem Hýsi hefur skapað sér á Íslandi.

Nýja félagið mun starfa undir nafninu Hýsi ehf. og skrifstofa þess verður að Smiðjuvegi 44-46, Kópavogi,“ segir í fréttatilkynningu.

Salan er sögð vera liður í endurskipulagningu Hýsi-Merkúr ehf. sem hyggist einbeita sér að kjarnastarfsemi fyrirtækissins.

Hýsi-Merkúr hf er umboðs- og þjónustuaðili Liebherr á Íslandi fyrir byggingarkrana, bílkrana, beltakrana, hjóla- og beltagröfur, hjóla- og beltaskóflur, ýtur, skotbómulyftara, búkollur, steypudælubíla, færanlegar og fastar steypustöðvar og hafnarkrana.

Ráðgjöf og umjón með sölunni var í höndum fyrirtækjaráðgjafar Íslenskra Verðbréfa.

Heimild: Vb.is