Home Fréttir Í fréttum Skóflu­stung­ur tekn­ar að stækk­un há­tækni­set­urs Al­votech í Vís­inda­görðum HÍ

Skóflu­stung­ur tekn­ar að stækk­un há­tækni­set­urs Al­votech í Vís­inda­görðum HÍ

177
0
Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Íslands, Ró­bert Wessman, stjórn­ar­formaður fyr­ir­tæk­is­ins, og Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri tóku fyrstu skóflu­stung­urn­ar í gær. Ljós­mynd/​Aðsend

Fyrstu skóflu­stung­ur voru tekn­ar í gær að viðbygg­ingu við há­tækni­set­ur líf­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Al­votech í Vatns­mýri í Reykja­vík.

<>

Ró­bert Wessman, stjórn­ar­formaður fyr­ir­tæk­is­ins, Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri og Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Íslands tóku fyrstu skóflu­stung­urn­ar ásamt lyk­il­starfs­mönn­um sem komið hafa að verk­efn­inu.

Viðbygg­ing­in, sem verður 12.500 fer­metr­ar, er nán­ast tvö­föld­un á nú­ver­andi aðstöðu Al­votech í Vís­inda­görðum HÍ, í Vatns­mýri og eru verklok áætluð í lok árs 2022.

Al­votech er með átta líf­tækni­lyf í þróun, sem munu fara á markað á næstu árum og skapa veru­leg­ar út­flutn­ings- og gjald­eyris­tekj­ur hér á landi.

Gert er ráð fyr­ir að starfs­manna­fjöldi fyr­ir­tæk­is­ins á Íslandi muni fara úr 410 í um það bil 580 þegar há­tækni­setrið verður til­búið, að megn­inu til sér­fræðing­ar með há­skóla­mennt­un, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Fjár­fest­ing í stækk­un­inni er áætluð ríf­lega 10 millj­arðar króna, en heild­ar­fjárfest­ing Al­votech í hús­næði, tækj­um og þróun á Íslandi, frá stofn­un til árs­loka 2020, nem­ur ríf­lega 100 millj­örðum króna. Ljós­mynd/​Aðsend

„Það er ein­stak­lega ánægju­legt að ljúka þessu erfiða ári sem ein­kennd­ist af bar­átt­unni við Covid-19 veiruna, með svona já­kvæðu skrefi til framtíðar­upp­bygg­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins.

Það var hvorki sjálf­gefið né auðvelt, í miðjum gjald­eyr­is­höft­um árið 2013, að taka ákvörðun um að byggja fyr­ir­tækið Al­votech upp á Íslandi.

Eft­ir ít­ar­lega skoðun á mörg­um kost­um var það að lok­um ákvörðun stjórn­enda að staðsetja fyr­ir­tækið hér á landi. Það er því ein­stak­lega ánægju­legt, nú sjö árum seinna að tvö­falda aðstöðuna á Íslandi og gera fyr­ir­tækið þannig í stakk búið til alþjóðlegr­ar markaðssetn­ing­ar á fyrstu líf­tækni­lyfj­un­um.

Vænt­ing­ar okk­ar eru að Al­votech verði ein af stoðum Íslands til öfl­un­ar gjald­eyristekna. Ég vil þakka stjórn­end­um Reykja­vík­ur­borg­ar, Há­skóla Íslands og Vís­indag­arða fyr­ir sam­starfið,“ seg­ir Ró­bert Wessman, stjórn­ar­formaður Al­votech, í til­kynn­ingu.

Heimild: Mbl.is