Vegagerðin óskar eftir tilboðum í eftirlit með smíði brúar á Hringveginum, yfir Jökulsá á Sólheimasandi, endurgerð vegarins beggja vegna og gerð bráðabirgðavegar.
Verkið verður unnið á árinu 2021 og eru helstu verkþættir:
- Gerð bráðabirgðavegar og tenging við bráðabirgðabrú sem verkkaupi hefur reist.
- Rif núverandi brúar að stærstum hluta. Millistöplar rifnir niður að sökklum, en sökklar og rofvörn endurnýttir.
- Gerð nýrra steyptra endaundirstaðna.
- Smíði rúmlega 163 metra langrar tvíbreiðrar steinsteyptrar, eftirspenntrar bitabrúar.
- Gerð nýs vegar beggja vegna brúarinnar.
- Fjarlægja bráðabirgðabrú og veg í lok verks.
Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnisvals og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með miðvikudeginum 30. desember 2020 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00, fimmtudaginn 14. janúar 2021.
Ekki verður haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um
nöfn bjóðenda í útboðinu. Mánudaginn 18. janúar 2021 verður bjóðendum tilkynnt verðtilboð hæfra bjóðenda.