Home Fréttir Í fréttum Svifflugmenn telja vindmyllur á Mosfellsheiði stórhættulegar

Svifflugmenn telja vindmyllur á Mosfellsheiði stórhættulegar

183
0
Vindorkugarðurinn á Mosfellsheiði á að vera þar sem vindmyllutáknin eru. Mynd: Frettabladid.is

Truflun frá áformuðum vindorkugarði á Mosfellsheiði myndi leiða til stófelldrar árekstrarhættu og jafnvel eyðileggja möguleika til flugs á svæðinu og kippa grundvelli undan rekstri Svifflugfélags Íslands, að sögn stjórnar félagsins.

<>

Gert er ráð fyrir þrjátíu vindmyllum sem verði allt að tvö hundruð metra háar.

Hæð vindmylla í fyrirhuguðum vindorkugarði Zephyr Iceland ehf. á Mosfellsheiði skapar stórfellda árekstrarhættu fyrir svifflug að sögn stjórnar Svifflugfélags Íslands.

Zephyr Iceland ehf., sem er dótturfyrirtæki norska vindorkufyrirtækisins Zephyr AS, hyggst byggja allt að 200 MW vindorkugarð á Mosfellsheiði. Rætt er um þrjátíu vindmyllur sem yrðu 150 til 200 metra háar með spaða í hæstu stöðu.

Meðal þeirra sem sendu inn athugasemdir til Skipulagsstofnunar er stjórn Svifflugfélags Íslands (SFÍ). Segir stjórnin fyrirhugaða staðsetningu vindorkugarðsins vera í miðju skilgreinds æfingasvæðis lítilla loftfara og steinsnar frá skilgreindu svæði sviff lugs á Sandskeiði og Bláfjöllum ásamt Sandskeiðsf lugvelli og mikilvægu svifflugssvæði við Hengil.

„Ljóst er að öll truflun á flugskilyrðum og takmörkun á flugfrelsi sem kann að stafa frá fyrirhuguðu vindorkuveri mun skerða stórkostlega eða eyðileggja möguleika á svæðinu ef af byggingu vindorkugarðsins verður.

Hæð vindmylla í fyrirhuguðum vindorkugarði skapar einnig stórfellda árekstrarhættu fyrir svifflug,“ segir í athugasemdum stjórnar Svifflugfélagsins. Matsáætlun fyrir vindorkugarðinn nái á engan hátt til mats á neikvæðum áhrifum á veðurfarslegar forsendur til svifflugs og möguleika félagsins á að halda áfram starfsemi á Sandskeiði.

„Enn fremur eru gerðar alvarlegar athugasemdir vegna þeirrar hættu sem vindorkugarður á þessum stað myndi valda f lugumferð og vegna þess rasks sem garðurinn myndi valda á starfsemi flugíþrótta á Íslandi í víðu samhengi,“ segir í stjórn SFÍ.

Mörg atriði sem tengist f lugi séu órannsökuð, til dæmis áhrif loftiða og ókyrrðar sem vindmyllurnar geti skapað, eins og erlendar rannsóknir gefi til kynna.

„Ljóst er að rastir frá vindorkugörðum geta náð í margra kílómetra fjarlægð frá uppruna sínum. Kraftur loftiða minnkar eftir því sem þær fjarlægjast upprunapunkti en jafnframt stækkar áhrifasvæði þeirra verulega,“ bendir Sviff lugfélagið á.

Þegar margar vindmyllur séu á sama svæði verði samspil þeirra ófyrirsjáanlegt. „Rastirnar geta skapað stórkostlega hættu fyrir smærri f lugvélar vegna þeirra krafta sem þeim fylgja. Í verstu tilvikum geta f lugvélar orðið fyrir verulegum skemmdum og/eða [orðið] stjórnlausar.“

Þá undirstrikar Sviff lugfélagið að sviff lug á Sandskeiði byggist á hagnýtingu ótruf laðra náttúrulegra vinda og veðurfars. „Hvers kyns truf lun á þessum aðstæðum hefði í för með sér stórfelld, neikvæð áhrif á möguleika til svifflugs á skilgreindum flugsvæðum á Mosfellsheiði, á Sandskeiði og við Bláfjöll,“ heldur stjórnin fram.

Fyrirliggjandi rannsóknir á áhrifum vindorkugarða á vinda- og veðurfar gefa til kynna að vindorkugarðurinn myndi valda stórfelldri truf lun á náttúrulegu vinda- og veðurfari í margra kílómetra radíus.

„Slíkt myndi hafa í för með sér stórfellda skerðingu á möguleikum til sviff lugs á öllu f lugsvæði SFÍ og þar með kippa grundvelli undan rekstri félagsins sem er eina félagið á Íslandi sem stundar og kennir sviff lug.“

Vill Svifflugfélagið að matsáætlunin nái til veðurfarslegra og flugtengdra þátta með tilheyrandi rannsóknum og mati. Einnig kveðst félagið taka undir ábendingar og athugasemdir frá Flugmálafélagi Íslands, Félagi flugmanna og flugvélaeigenda á Íslandi og Fisfélags Reykjavíkur.

„Vill stjórn SFÍ árétta að hún leggst eindregið gegn öllum áformum um byggingu vindorkugarðs á Mosfellsheiði vegna þeirra neikvæðu áhrifa sem slíkt mun hafa á hagsmuni SFÍ,“ segir að lokum.

Heimild: Frettabladid.is

Loading..