Home Í fréttum Niðurstöður útboða Stálborg ehf. með lægsta tilboð í þekju og lagnir í Hólmavíkurhöfn

Stálborg ehf. með lægsta tilboð í þekju og lagnir í Hólmavíkurhöfn

267
0
Hólmavik Mynd: BB.is

Opnuð hafa verið tilboð í þekju og lagnir í Hólmavíkurhöfn.

<>

Helstu verkþættir eru að leggja ídráttarrör fyrir rafmagn, grófjafna yfirborð og þjappa, fínjafna undir steypu þekju, slá upp mótum, járnbinda og steypa þekju, alls um 813 m² og koma fyrir rafmagnskassa og vatnsbrunn á bryggjunni. Verkinu í heild skal lokið eigi síðar en 1. júlí 2021.

Þrjú tilboð bárust og var Stálborg ehf með lægsta tilboð 25 milljónir króna. Önnur tilboð voru frá Geirnaglanum ehf á ísafirði 42 m.kr. og Úlfsstöðum ehf í Mosfellsbæ 45,9 m.kr. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar fyrir verktakakostnað er 27,9 m.kr.

Tilboð Stálborgar ehf er því 11% undir kostnaðaráætlun.

Heimild: BB.is