Home Fréttir Í fréttum Fyrirhugað hús reynist of stórt

Fyrirhugað hús reynist of stórt

218
0
Útgefið byggingarleyfi á lóð Skólavörðustígs 36 hefur verið ógilt. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Byggingarleyfi fyrir þriggja hæða húsi á Skólavörðustíg 36 hefur verið ógilt af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

<>

Byggingarfulltrúinn í Reykjavík veitti í október síðastliðnum leyfi fyrir áður framkvæmdu niðurrifi húss á Skólavörðustíg 36 og til að byggja þar þriggja hæða steypt hús með verslunarhúsnæði á jarðhæð og einni íbúð á annarri og þriðju hæð. Eigandi Skólavörðustígs 30 kærði leyfisveitinguna.

Úrskurðarnefndin segir að samkvæmt deiliskipulagi sé heimilað nýtingarhlutfall lóðarinnar 1,3. Það myndi heimila allt að 281,5 fermetra hús.

Samkvæmt byggingarleyfinu eigi nýja húsið hins vegar að vera 314,8 fermetrar og nýtingarhlutfallið yrði þannig 1,45.

Því sé byggingarleyfið ekki í samræmi við ákvæði laga og ákvörðun byggingarfulltrúans um að veita leyfið felld úr gildi.

Heimild: Frettabladid.is