Home Fréttir Í fréttum Tíu nýjar vindmyllur fyrir fimm til sex milljarða

Tíu nýjar vindmyllur fyrir fimm til sex milljarða

246
0
vindmyllur

„Það sem við erum að ráðgera er vindorkugarður með allt að tíu vindmyllum norðan núverandi vindmylla. Verkefnið mun skapa allt að fimmtíu störf á framkvæmdatíma og svo nokkur varanleg störf með eftirliti og viðhaldi.“

<>

Þetta segir Snorri Sturluson hjá Biokraft sem fer fyrir verkefninu sem kynnt hefur verið fyrir skipulagsyfirvöldum í Rangárþingi ytra.

Ætlað er að hver vindmylla framleiði um 3 til 3,5MW af rafmagni. Að sögn Snorra hljóðar kostnaðaráætlun upp á fimm til sex miljarða króna og gangi áætlanir eftir, standi framkvæmdir yfir árið 2017.

Fyrirtækið hefur sótt um að aðal- og deiliskipulagi Rangárþings ytra verði breytt á þá vegu að heimila vindorkugarðinn en sveitarstjórn á eftir að setja sinn lokastimpil á málið að sögn Snorra.

„Verkefnið er einnig til þess fallið að skapa tækifæri í sveitarfélaginu til að byggja upp aðstöðu fyrir frekari iðnað. Það væri t.d. gott að eiga frystigeymslu undir makríl eins og heimsmálin eru í dag. Verkefnið verður lyftistöng fyrir atvinnulífið á svæðinu og nágrenni og vonandi tækifæri til frekari uppbyggingar. Ef það er eitthvað sem við eigum nóg af þá er það vindurinn, því ekki að láta hann skapa tækifæri til að byggja upp?” bætir Snorri við.

 

Heimild: Sunnlenska.is