Home Fréttir Í fréttum Tveggja milljarða svik í byggingariðnaði

Tveggja milljarða svik í byggingariðnaði

188
0
Embætti ríkisskattstjóra telur skipulögð skattsvik í kringum byggingariðnaðinn nema um tveimur milljörðum króna síðasta árið. Félög sérhæfi sig í útgáfu tilhæfulausra reikninga í fléttu umfangsmikilla skatt- og bótasvika.

Sérstakt eftirlitsteymi á vegum ríkisskattstjóra hefur auknum mæli orðið vart við úthugsuð ásetningsbrot tengd mannvirkjagerð og verktakastarfsemi. Tíðni þessara brota hefur aukist í kjölfar þeirrar uppsveiflu sem er nú í greininni.

<>

„Þarna úti eru fyrirtæki sem hafa þann eina tilgang að gefa út reikninga. Engin raunveruleg starfsemi er í þessum félögum,“ segir Sigurður Jensson, sviðsstjóri eftirlitssviðs Ríkisskattsstjóra.

Skoðum dæmi. Fyrirtæki A er í hefðbundnum rekstri. Félag B gerir hins vegar ekkert annað en að gefa út tilhæfulausa reikninga um sölu þjónustu til A. Fyrirtæki A greiðir reikninginn fær virðisaukaskatt endurgreiddan, hækkar gjöld sín með því greiða reikninginn og lækkar í leiðinni tekjuskattsstofn. Fyrirtæki A sækir síðan upphæðina í banka og notar reiðufé jafnvel í duldar launagreiðslur sem enginn skattur eða önnur gjöld eru greidd af. Launþegarnir eru jafnvel einnig á bótum frá ríkinu. Oft er um keðju fyrirtækja að ræða til þess að hylja slóðina enn frekar.

„Þetta er tilhæfulaus reikningaútgáfa upp á 2 milljarða og þessu höfum við vísað til refsimeðferðar,“ segir Sigurður. „Við áætum að tekjutap ríkissjóð sé á bilinu 1,5 til 1,6 milljarðar. Þannig að þetta eru mjög alvarleg brot.“

Um 20 mál standa að baki þessum tveimur milljörðum en oft er um keðjufyrirtækja að ræða. Til þess að flækja slóðina enn frekar. Þá bendir margt til þess að brotin tengist annarri glæpastarfsemi.

Sigurður og teymi ríkisskattstjóra vinna að tillögum um hvernig megi bregðast við svikum af þessu tagi. Það sé súrrealískt að horfa upp á sömu aðilina brjóta af sér með þessum hætti aftur og aftur uppfylli þeir settar kröfur. Þess vegna þurfi að breyta lögum og reglum og er boltinn því hjá löggjafarvaldinu.

Heimild: Rúv.is