Home Fréttir Í fréttum Ráðstafanir fyrir næsta efnahagsáfall: Þak á hækkun húsnæðislána

Ráðstafanir fyrir næsta efnahagsáfall: Þak á hækkun húsnæðislána

57
0

Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, ætlar í upphafi þings að leggja fram frumvarp á þingi sem mun setja þak á hve mikið verðtryggð og óverðtryggð húsnæðislán megi hækka ef nýtt hrun á sér stað.

<>

Fjármálamarkaðir um allan heim nötra af ótta við að kínverskt hagkerfi sé á leið í stöðnun. Talað var um „svartan mánudag“ í gær og var verðlækkunin á mörkuðum ekki meiri síðan 2009.

Birgitta telur að grípa þurfi til fyrirbyggjandi ráðstafana áður en næsta hrun ríður yfir, sem hún telur óumflýjanlegt. Eitt af því sem þurfi að gera er að setja þak á hversu mikið húsnæðislán, verðtryggð og óverðtryggð, megi hækka, enda fóru margir lántakendur illa út úr hruninu 2008.

Heimild: Pressan.is