Home Fréttir Í fréttum Reykjaneshöfn hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til framkvæmda

Reykjaneshöfn hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til framkvæmda

62
0

Reykjaneshöfn hefur skuldbundið sig til að ráðast í framkvæmdir við Helguvíkurhöfn vegna samninga við fyrirtækin Thorsil og United Silicon. Hins vegar hafa hvorki höfnin né eigandi hennar, Reykjanesbær, fjárhagslegt bolmagn til að fjármagna framkvæmdirnar.

<>

Reykjaneshöfn hefur skilað neikvæðri rekstrarafkomu á hverju ári frá stofnun félagsins árið 2005. Mest var tapið árið 2012, eða 667 milljónir króna.

Uppsafnað tap Reykjaneshafnar frá 2005 er yfir 4,1 milljarður króna. Rekstrarvanda Reykjaneshafnar virðist að miklu leyti mega rekja til þess hversu há fjármagnsgjöld félagsins eru í samanburði við rekstrartekjur þess. Á tímabilinu frá 2005 til 2014 námu fjármagnsgjöld Reykjaneshafnar 160% af rekstrartekjum hennar.

Heimild: Suðurnes.net