Home Fréttir Í fréttum Byggingarsjúsk

Byggingarsjúsk

235
0
Njálsturn í uppbyggingu. Ljósu húsin hægra megin við turninn tilheyra Hafnarháskóla Mynd: BACH-GRUPPEN

Ekkert byggingarleyfi, ótraustar undirstöður, gölluð steypa og mútumál. Slík lýsing hljómar ekki vel, allra síst þegar um er að ræða háhýsi sem skagar 86 metra upp í loftið, á Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn.

<>

Í ljóði Jónasar Hall­gríms­sonar „Al­þing hið nýja“ segir „Traustir skulu horn­steinar hárra sala; í kili skal kjör­við­ur­“.

Ljóð Jónasar, ort 1840, fjallar ekki um hús­bygg­ingar og bygg­ing­ar­reglu­gerð­ir. En þessar tvær ljóð­línur fela hins vegar í sér grund­vall­ar­at­riði sem fylgt skal þegar byggja á hús.

Ólík­legt verður að telja að stjórn­endur danska bygg­inga­fyr­ir­tæk­is­ins Bach Gruppen þekki þetta ljóð Jónasar, þeir eiga hins vegar að þekkja dönsku bygg­ing­ar­reglu­gerð­ina. Þar er kveðið á um trausta horn­steina og vand­aðar und­ir­stöð­ur.

Og lík­lega þekkja þeir hjá Bach Gruppen bygg­ing­ar­reglu­gerð­ina. En það er ekki nóg að þekkja reglur og reglu­gerð­ir, það þarf líka að fara eftir þeim.

Njáls­gata
Götu­heitið Njáls­gata, á Íslands­bryggju í Kaup­manna­höfn, hljómar kunn­ug­lega í eyrum margra Íslend­inga. Gatan dregur nafn sitt af Njáli Þor­geirs­syni stór­bónda, lög­spek­ingi og höf­uð­per­sónu Brenn­u-Njáls sögu.

Þessi stað­reynd er kannski ekki höf­uð­á­stæða þess að svo margir Íslend­ingar þekkja þessa götu á Ama­ger, heldur sú að Hafn­ar­há­skóli, Køben­havns Uni­versitet, með sína tæp­lega 40 þús­und nem­endur og 9 þús­und starfs­menn er þar til húsa.

Eftir að skól­inn (stofn­aður 1479) hafði sprengt utan af sér hús­næðið í gamla lat­ínu­hverf­inu við miðbæ Kaup­manna­hafnar eftir miðja síð­ustu öld, flutt­ist stór hluti starf­sem­innar út á Ama­ger, í nýbygg­ingar við Njáls­götu.

Þetta svæði þekkja þús­undir Íslend­inga sem stundað hafa, og margir stunda enn, nám við Hafn­ar­há­skóla.

Kaupmannahafnarháskóli Mynd: Wiki Commons

Njáls­turn­inn
Gegnt bygg­ingum háskól­ans við Njáls­götu er all­stórt svæði, sem lengi stóð autt og óbyggt. Her­inn hafði fengið þetta svæði til umráða árið 1775 og það fékk nafnið Faste Batt­eri, og var notað til æfinga.

Árið 1947 voru bygg­ingar hers­ins að mestu jafn­aðar við jörðu og löngu síðar var hluti svæð­is­ins frið­að­ur. Í tengslum við lagn­ingu Metro lesta­kerf­is­ins um síð­ustu alda­mót var frið­lýs­ing­unni að mestu aflétt og ákveðið að vinna nýtt skipu­lag fyrir þetta auða svæði við Njáls­götu.

Í skipu­lags­málum ganga hlut­irnir ekki alltaf hratt fyrir sig, enda í mörg horn að líta og enn liðu all­mörg ár áður en fram­kvæmdir hófust. Árið 2017 greindu danskir fjöl­miðlar frá því að nú væru hlutir að ger­ast: við Njáls­göt­una yrði, auk ann­arra bygg­inga, reistur turn.

Fram­kvæmdir færu brátt að hefj­ast. Fyrstu áætl­anir gerðu ráð fyrir að turn­inn, sem fengið hefur nafnið Njálst­urn, yrði rúm­lega 100 metra hár, en síðar var ákveðið að hæðin yrði 86 metr­ar, 23 hæð­ir. Í turn­inum verða 265 íbúðir og á jarð­hæð er gert ráð fyrir versl­unum og þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um.

Bach Gruppen
Fyr­ir­tækið sem byggir turn­inn heitir Bach Grupp­en, með höf­uð­stöðvar í Viborg á Jót­landi. Fyr­ir­tæk­ið, sem dregur nafn sitt af eig­and­anum Finn Peter Bach, var stofnað árið 1967. Finn Peter Bach, sem er bif­véla­virki að mennt (fæddur 1946) hafði þá um skeið unnið hjá bíla­um­boði, en ákvað að freista gæf­unnar á eigin spýt­ur.

Auk þess að versla með bíla ákvað hann að reyna fyrir sér í bygg­inga­brans­an­um. Skemmst er frá því að segja að rekst­ur­inn gekk frá upp­hafi vel, og í dag er Bach Gruppen (ásamt 5 dótt­ur­fyr­ir­tækj­um, þar á meðal bíla­leigu) stór­fyr­ir­tæki á danskan mæli­kvarða.

Auk þess að byggja hús á fyr­ir­tækið fjölda húsa sem leigð eru út, til ein­stak­linga og fyr­ir­tækja. Eig­in­kona Finn Peter Bach heitir Ulla Bloch, þau eiga tvö upp­komin börn. Á lista dag­blaðs­ins Berl­ingske yfir rík­ustu Dan­ina árið 2020 er fjöl­skyldan númer 83.

Höfðu ekki bygg­ing­ar­leyfi
Eins og áður sagði hófust fram­kvæmdir við Njáls­turn haustið 2017. Tíma­á­ætl­anir sem kynntar voru í upp­hafi gerðu ekki ráð fyrir neinu slugsi að sögn fram­kvæmda­stjóra Bach Gruppen.

Sum­arið 2018 var botn­plata turns­ins steypt. Botn­platan (sem Jónas hefði ugg­laust kallað horn­stein) var höfð tveggja metra þykk. Steypan átti að upp­fylla allar kröfur um styrk­leika og járna­bind­ingu sem gert er ráð fyrir í bygg­ing­ar­reglu­gerð. Fyr­ir­tækið sem fram­leiddi steypuna heitir BG Beton og er eitt dótt­ur­fyr­ir­tækja Bach Gruppen.

Á til­settum tíma var svo byrjað að reisa turn­inn sjálfan og það verk gekk sam­kvæmt áætl­un.
Dag nokkurn þegar emb­ætt­is­maður hjá borg­inni var að yfir­fara bygg­ing­ar­leyf­is­veit­ingar þótti honum sér­kenni­legt að á list­anum yfir veitt leyfi sá hann hvergi bygg­ing­ar­leyfi vegna Njálst­urns­ins. Eftir að hafa leitað af sér allan grun, og hvergi fundið leyf­ið, lét hann yfir­mann sinn vita.

Í ljós kom að bygg­ing­ar­leyfi fyrir turn­inum hafði aldrei verið veitt, þótt umsóknin hefði borist á til­settum tíma. Þetta þótti emb­ætt­is­mann­inum áður­nefnda und­ar­legt, hann hjólaði sjálfur dag­lega fram hjá bygg­inga­svæð­inu og hafði með eigin augum séð turn­inn og þegar þarna var komið voru hæð­irnar orðnar sex.

Hjá bygg­ing­ar­eft­ir­lits­deild borg­ar­innar klór­uðu menn sér í koll­inum en ákváðu loks að gefa út bygg­ing­ar­leyf­ið. Fjöl­miðl­arn­ir, sem vissu um málið vildu fá nán­ari skýr­ing­ar, og hvort ekki yrði sektað. Sam­kvæmt reglum varðar það sektum að byggja í óleyfi.

Svör borg­ar­innar voru þau að leyfið hefði í raun löngu verið tilbúið, bara átt eftir að senda það. Og ekki yrði sektað. Og áfram mjak­að­ist turn­inn upp.

Bygg­ing­ar­eft­ir­lits­deild berst bréf
26. febr­úar síð­ast­lið­inn barst Bygg­ing­ar­eft­ir­lits­deild borg­ar­innar bréf. Send­and­inn, sem ekki lét nafns sín getið full­yrti að steypan sem notuð hefði verið í botn­plöt­una væri ekki í sam­ræmi við þær kröfur sem gerðar væru um slíka steypu og ráð­gjafa­fyr­ir­tæki hefði til­tekið að notuð skyldi.

Ljóst virt­ist að send­and­inn nafn­lausi væri málum kunn­ug­ur.

Í fram­haldi af áður­nefndu bréfi óskaði Tækni- og umhverf­is­deild borg­ar­innar eftir gögn­um, og vott­orðum varð­andi steypuna, frá Bach Gruppen. Þrátt fyrir eft­ir­rekstur bár­ust slík gögn ekki og í lok mars til­kynnti Tækni- og umhverf­is­deild borg­ar­innar málið til lög­reglu.

Farið var fram á að lög­reglan myndi rann­saka steypuna í botn­plöt­unni undir turn­in­um, og krefj­ast gagna frá Bach Gruppen. Jafn­framt var Tækni- og rann­sókn­ar­stofnun danska rík­is­ins beðin um að rann­saka steypuna.

Á meðan þessu fór fram héldu fram­kvæmdir við turn­inn áfram. Í blaða­við­tali í ágúst sagði Lene Christen­sen fram­kvæmda­stjóri Bach Gruppen að sér væri kunn­ugt um að notuð hefði verið ann­ars konar steypa í botn­plöt­una en til­greind væri í verk­lýs­ingu en væri full­kom­lega sam­bæri­leg.

Nørrebro í Kaupmannahöfn Mynd: Wiki Commons

Bach Gruppen kærir upp­ljóstr­ar­ann
Mitt í öllu þessu kærði Bach Gruppen upp­ljóstr­ar­ann til lög­reglu. Hann hefði hótað að láta borg­ina og lög­reglu vita um „steypu­mál­ið“ nema fyr­ir­tækið semdi við sig um greiðslu. Ekki varð af þeim samn­ingi og Bach Gruppen kærði mann­inn til lög­reglu. Það mál liggur enn í skúffum lög­reglu, hvað sem síðar verð­ur.

Gölluð steypa og fram­kvæmdir stöðv­aðar
18. sept­em­ber fyr­ir­skip­aði Bygg­ing­ar­eft­ir­lits­deild Kaup­manna­hafn­ar­borgar að fram­kvæmdir við turn­inn, sem kom­inn var í fulla hæð, skyldu stöðv­að­ar. Þá lágu fyrir skýrslu­drög vegna steypunnar í botn­plöt­unni.

End­an­legri skýrslu vegna steypunnar var síðan skilað fyrr í þessum mán­uði. Þar kemur fram að efsti hluti botn­plöt­unnar sé úr steypu sem upp­fylli kröfur um styrk­leika. Stærstur hluti plöt­unnar sé hins vegar úr efni sem sé langt frá því að upp­fylla kröf­ur.

Þar hafi í bland við nýja steypu verið notuð gömul steypa, sem hafi verið mulin og enn fremur hafi verið blandað í steypuna ýmiss konar bygg­ing­ar­úr­gangi, eins og það er orðað í skýrsl­unni. Nið­ur­staðan er sú að botn­platan upp­fylli ekki skil­yrð­i.

Okkar eigið fyr­ir­tæki laug að okkur
Bach Gruppen neit­aði lengi vel að nokkuð væri athuga­vert við steypuna í botn­plötu Njálst­urns­ins. Í ágúst sl. sendi Finn Peter Bach frá sér yfir­lýs­ingu. Þar segir hann að yfir­menn í BG Beton (fyr­ir­tæki í hans eigu) hafi bein­línis sagt sér ósatt og lagt fram gögn sem séu alls ófull­nægj­andi.

„Við höfum þegar hafið okkar eigin rann­sókn á því sem þarna gerð­ist, ef í ljós kemur að BG Beton hafi bein­línis falsað skýrslur til okkar og ann­arra mun það hafa alvar­legar afleið­ing­ar“ segir í áður­nefndri yfir­lýs­ing­u.

Hvað er til ráða?
Kaup­manna­hafn­ar­borg vill ekki heim­ila að fram­kvæmdum við Njáls­turn verði haldið áfram fyrr en fundin hefur verið lausn sem tryggir að botn­platan hafi nægan styrk.

Í sam­vinnu við Bach Gruppen er unnið að því að finna slíka lausn. Í við­tali við dag­blaðið Politi­ken, skömmu fyrir jól, sagði Finn Peter Bach for­stjóri að fyr­ir­tæki sitt, Bach Gruppen legði mikla áherslu á að finna lausn sem tryggi að Njáls­turn upp­fylli allar örygg­is­kröf­ur. „Okkur er ljóst að verkið mun kosta umtals­verða fjár­muni, en það skiptir eng­u“.

Hvenær fram­kvæmdir við Njáls­turn hefj­ast á ný er ómögu­legt að segja til um.

Heimild: Kjarninn.is