Home Fréttir Í fréttum Húsið óbyggi­legt og fram­kvæmd­ir ósamþykkt­ar

Húsið óbyggi­legt og fram­kvæmd­ir ósamþykkt­ar

145
0
Þrír lét­ust í elds­voða á Bræðra­borg­ar­stíg 1 í byrj­un júní. Mynd: mbl.is/Á​sdís Ásgeirs­dótt­ir

Húsið að Bræðra­borg­ar­stíg 1, þar sem þrír fór­ust í bruna í júní, var „óbyggi­legt frá bruna­tækni­legu sjón­ar­horni“. Þetta seg­ir í nýrri skýrslu Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar um brun­ann. Megin­á­stæða þess að hann hafi verið jafn­skæður og raun­in var, hafi verið ástand húss­ins og lé­leg­ar bruna­varn­ir.

<>

Ein­angr­un húss­ins var að mestu brenn­an­leg, m.a. úr hálmi og spæn­um, sem auðveldaði út­breiðslu elds­ins. Þá var lít­il sem eng­in bruna­hólf­un hafi gert það að verk­um að ekki var hægt að stunda slökkvistarf inn­an­húss og reyk­ur breidd­ist hratt út.

Karl­maður á sjö­tugs­aldri hef­ur verið ákærður fyr­ir mann­dráp af ásetn­ingi, en hann er grunaður um að hafa kveikt í hús­inu, sem brann til kaldra kola.

Niðurstaða rann­sókn­ar­inn­ar er sú að kveikt hafi verið í á tveim­ur stöðum í hús­inu. Eld­ur­inn hafi byrjað í her­bergi á ann­arri hæð, en stuttu síðar hafi eld­ur kviknað á stigapalli á sömu hæð. Reyk­ur frá þeim eldi teppti fljót­lega einu út­göngu­leið húss­ins.

Fram­kvæmd­ir ekki í sam­ræmi við samþykkt­ir

Í skýrsl­unni seg­ir að breyt­ing­ar hafi verið gerðar á hús­inu sem voru ekki í sam­ræmi við samþykkt­ar teikn­ing­ar. „Bygg­inga­saga húss­ins hjá bygg­ing­ar­full­trúa er ekki tæm­andi um all­ar fram­kvæmd­ir á hús­inu og hún ligg­ur því ekki öll ljós fyr­ir.“

Sam­kvæmt teikn­ing­un­um áttu íbúðir að vera á 2. hæð og í risi, en raun­in var þó sú að her­berg­in voru mun fleiri en samþykkt var, og hvert þeirra í þokka­bót í út­leigu.

Fyr­ir vikið var húsið notað af fjölda ein­stak­linga, og seg­ir í skýrsl­unni að breytt notk­un hefði kallað á breytt­ar bruna­varn­ir og eld­varna­eft­ir­lit.

Þegar hef­ur verið greint frá því að 73 voru með lög­heim­ili í hús­inu, þótt ljóst sé að ekki hafi svo marg­ir búið þar í raun.

Einnig er í skýrsl­unni rak­in yf­ir­sjón bygg­ing­ar­full­trúa. Teikn­ing­ar af hús­inu höfðu verið lagðar fram hjá bygg­ing­ar­full­trúa árið 2000, en ekki verið kallað eft­ir sér­stakri bruna­hönn­un eins og hefði átt að gera.

Þá seg­ir að „þær litlu bruna­varn­ir sem þó komu fram á samþykkt­um teikn­ing­um frá ár­inu 2000 [hafi] ekki [verið] til staðar þegar elds­voðinn átti sér stað,“ og er hús­inu því lýst sem óbyggi­legu frá bruna­tækni­legu sjón­ar­horni.

Slökkvistarf hefði ekki getað bjargað manns­líf­um

Þá er farið yfir slökkvistarf á vett­vangi. Fyrsti sjúkra­bíll kom á vett­vang 96 sek­únd­um eft­ir að til­kynn­ing barst neyðarlínu, og sex mín­út­um og tíu sek­únd­um síðar kom fyrsti dælu­bíll á vett­vang.

Niðurstaða rann­sókn­ar­inn­ar er sú að þrátt fyr­ir fulla mönn­un á inn­an við sjö mín­út­um, hafi það engu breytt um gang mála. „ Ekki hafi verið hægt, eins og aðstæður voru, að bjarga þeim þrem­ur manns­líf­um sem létu lífið [sic] í elds­voðanum.“

Mynd: mbl.is/Í​ris Jó­hanns­dótt­ir

Skýrsla HMS um elds­voða að Bræðra­borg­ar­stíg

Heimild: Mbl.is