Home Fréttir Í fréttum Hót­el Saga í nýtt hlut­verk?

Hót­el Saga í nýtt hlut­verk?

237
0
Bænda­höll­in, hót­el Saga. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Á fundi skipu­lags­full­trúa Reykja­vík­ur sl. föstu­dag var lögð fram fyr­ir­spurn um mögu­lega breyt­ingu á starf­semi Hót­el Sögu við Haga­torg. Sem kunn­ugt er var hót­el­inu lokað 1. nóv­em­ber sl. vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar.

<>

Það er Jón Hrafn Hlöðvers­son, bygg­inga­fræðing­ur hjá teikni­stof­unni Man­s­ard, sem sendi fyr­ir­spurn­ina inn með bréfi dag­settu 23. nóv­em­ber sl. Í bréf­inu legg­ur hann tvær spurn­ing­ar fyr­ir bygg­ing­ar­full­trú­ann:

1. Hvort breyta megi hús­næði Hót­els Sögu við Haga­torg 1 að hluta eða öllu leyti í íbúðar­hús­næði. Kæmi til greina að breyta skipu­lagi með þeim hætti?

2. Í skipu­lags­skil­mál­um kem­ur fram að leyfi­legt er að reka ým­iss kon­ar þjón­ustu, þar með leigu­starf­semi, hót­el og viðlíka sem og heil­brigðis­starf­semi. Myndi heil­brigðis­starf­semi líkt og þjón­usta við aldraða, t.d. hjúkr­un­ar­heim­ili, falla inn­an þess ramma?

Heimild: Mbl.is