Mannvit fyrir hönd Fjarðabyggðar auglýsir eftir tilboðum í verkið:
Íþróttahús Reyðarfirði
Uppsteypa og grunnlagnir
Verkið felst í gerð steyptra undirstaðna fyrir 1.500m2 nýtt íþróttahúss ásamt 200 m2 tengibyggingu að eldra íþróttahúsi. Helstu verkþættir eru steyptir sökklar og fráveitulagnir
Helstu magntölur eru:
Gröftur 200 m3
Fylling 1.000 m3
Steinsteypa 420 m3
Steypumót 800 m2
Bendistál 24.000 kg
Verktaki getur hafið framkvæmdir að lokinni undirritun verksamnings.
Búið er að jarðvegsskipta að mestu fyrir sökklum. Vinnu við undirstöður fyrir salinn skal vera lokið 1. mars 2021 þannig að hægt sé að reisingarvinna límtréshúss ofan á sökkul getið farið óheft fram. Öðrum verkþáttum skal vera lokið 20.apríl 2021.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Mannvits (valgeir@mannvit.is s: 422-3603), Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð, frá og með miðvikudeginum 3. desember 2020.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Mannvits Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð þriðjudaginn 15. desember 2020 fyrir kl 14:00, þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.