Home Fréttir Í fréttum Hrafnshóll byggir um 40 íbúðir á Vestfjörðum

Hrafnshóll byggir um 40 íbúðir á Vestfjörðum

371
0

Félagið Hrafnshóll ehf hefur undanfarin ár byggt íbúðarhúsnæði á Reykhólum og í Súðavík.

<>

Á Reykhólum voru byggðar þrjár íbúðir í raðhúsi og afhentar sveitarfélaginu í fyrra. Verið er að leggja lokahönd á byggingu fimm íbúða raðhús í Súðavík.

Hafnar eru framhvæmdir á Ísafirði á vegum Hrafnshóls við átta íbúðir óg verða fjórar þeirra tilbúnar næsta sumar  og aðrar fjárar sex mánuðum síðar.

Auk þess er í undirbúningi  bygging 20 íbúða á Bíldudal og í Bolungavík. Verða tíu íbúðir á hvorum stað. Á Bíldudal verða þær tilbúnar sumarið 2021 og í Bolungavík verða fimm íbúðir tilbúnar síðsumars 2021 og einni fimm vorið 2022.

Hluti íbúðanna á Bíldudal er byggt með stofnframlögum frá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun, HMS, en Bæjartún íbúðafélag hses er stofnun sem sett var á fót sl. sumar í þeim tilgangi.

Sú stofnun hefur einnig með höndum verkefni á Sauðárkróki (8 íbúðir) og á Seyðisfirði (8 íbúðir).

Hrafnshóll er nú einnig að ljúka við byggingu átta íbúða á Vopnafirði.

Hluti íbúðanna er svo byggt inn í leigufélagið Nýjatún ehf. Það félag er í eigu Hrafnshóls, og hefur byggt og rekur leiguíbúðir á Blönduósi, í Búðardal, í Súðavík, á Ísafirði og á Vopnafirði, auk þess að hafa áform um að byggja á Akranesi og víðar.

Framkvæmdastjóri Hrafnshóls ehf er Ómar Guðmundsson og segir hann að íbúðir sem eru byggðar af Hrafnshóli fyrir Bæjartún eða Nýjatún falli allar innan ramma stærðar og verðviðmiða Hlutdeildarlána, og Hrafnshóll er samþykktur byggingaraðili af HMS til byggingu slíkra íbúða.

Allar íbúðirnar eru að sögn Ómars afhentar fullbúnar, með innréttingum og helstu tækjum í eldhúsi (ísskápur, uppþvottavél oþh.). Baðherbergi eru flísalögð hátt og lágt og parket og flísar á gólfum.

Meðfylgjandi eru myndir sem sýna fyrirhugaðan frágang á Tungubraut, Ísafirði.

 

Heimild: BB.is