Home Fréttir Í fréttum Hús rísa í Bryggju­hverfi vest­ur

Hús rísa í Bryggju­hverfi vest­ur

224
0
Bryggjuhverfi vestur. Mynd: Mbl.is

Fyrstu hús­in eru byrjuð að rísa í nýju íbúðahverfi Reykja­vík­ur, Bryggju­hverfi vest­ur. Þarna er gert ráð fyr­ir allt að 850 íbúðum, að hluta til á land­fyll­ing­um og að hluta til á at­hafna­svæði Björg­un­ar ehf. í Sæv­ar­höfða, en fyr­ir­tækið hef­ur sem kunn­ugt er hætt starf­semi þar.

<>

Það eru Bú­seti hús­næðis­sam­vinnu­fé­lag og Bjarg íbúðafé­lag sem byggja á sam­eig­in­leg­um bygg­ing­ar­reit 124 íbúðir í sex hús­um í aust­ur­hluta nýja hverf­is­ins. Arkþing annaðist arki­tekta­hönn­un og Ístak er bygg­ing­ar­verktaki.

Þótt byggt sé á sam­eig­in­leg­um reit eru fé­lög­in hvort með sín­ar áhersl­ur, seg­ir Ágústa Guðmunds­dótt­ir, sölu- og markaðsstjóri Bú­seta.

Fyrsta skóflu­stunga var tek­in í júní 2020 og gert er ráð fyr­ir því að íbúðirn­ar verði til­bún­ar seinni hluta árs­ins 2021. Hús­in munu mynda rand­byggð sem um­lyk­ur sam­eig­in­legt garðrými.

Við Beima­bryggju 5 reis­ir Bú­seti fjög­urra hæða hús með mæn­isþaki þar sem verða 26 íbúðir 2ja, 3ja og 4ra her­bergja, á stærðarbil­inu 43-90 fer­metr­ar.

Áhersla lögð á skjól og birtu
Að sögn Ágústu var við hönn­un hús­anna lögð áhersla á skjól­mynd­un og heppi­lega af­stöðu til sól­ar. „Hverfið á að þróa á skemmti­leg­an hátt og þar er meðal ann­ars gert ráð fyr­ir vel út­færðu torgi sem mynd­ar miðpunkt hverf­is­ins.

Lögð verður áhersla á að íbú­ar hafi aðgengi að sjón­um til að njóta út­sýn­is­ins og mann­gerðrar fjöru með þrepastöll­um, þar sem hægt verður að setj­ast niður.“

Bryggju­hverfi aust­ur, við Elliðaár­vog/​Grafar­vog, er full­byggt. Upp­bygg­ing­in hófst fyr­ir rúm­lega 20 árum, eða árið 1998. Þarna eru nú 600 íbúðir og skráðir íbú­ar um 1.100 tals­ins. Í hverfið hef­ur vantað ýmsa þjón­ustu, svo sem versl­an­ir og skóla, en úr því verður bætt í Bryggju­hverfi vest­ur.

Þá bend­ir Ágústa á að marg­vís­leg þjón­ustu­fyr­ir­tæki og versl­an­ir sé nú þegar að finna í næsta ná­grenni, á Ártúns­höfðanum.

Fyrsta lota í upp­bygg­ingu Borg­ar­línu geri ráð fyr­ir fyr­ir að ein af aðaltengistöðvun­um verði við Breiðhöfða á Ártúns­höfða.

Til að tengja hverfið við Höfðann, og þar með Borg­ar­línu, sé nú unnið að gerð aflíðandi stígs og tröppu­stígs um Bryggju­brekku sem verður hluti af stíga­kerfi borg­ar­inn­ar.

Deili­skipu­lags­svæði Bryggju­hverf­is vest­ur er 14 hekt­ar­ar og ger­ir ráð fyr­ir íbúðabyggð ásamt til­heyr­andi nærþjón­ustu. Gert er ráð fyr­ir rúm­lega 100 þúsund fer­metr­um ný­bygg­inga of­anj­arðar. Sem fyrr seg­ir verður hluti bygg­inga reist­ur á land­fyll­ing­um og sá Björg­un ehf. um það verk.

Heiti sæ­kon­unga í þulum Snorra-Eddu verða notuð sem nöfn á nýj­um göt­um í Bryggju­hverfi við Elliðaár­vog. Þetta var til­laga nafna­nefnd­ar Reykja­vík­ur, sem var samþykkt.

Um­rædd­ar göt­ur, sem eru á svæði 1, munu heita Beima­bryggja, Buðlabryggja, Endils­bryggja, Gjúka­bryggja og Leifn­is­bryggja.

Jafn­framt hef­ur verið lagt fram er­indi nafna­nefnd­ar þar sem gerð er til­laga að nöfn­um gatna á svæði 2 í Elliðaár­vogi.

Göt­urn­ar þar munu heita: Álabryggja, Eitils­bryggja, Gautreks­bryggja, Geit­is­bryggja, Haka­bryggja, Högna­bryggja, Lyngvabryggja, Mundils­bryggja og Rökkvabryggja.

Bú­seta til langs tíma
Bú­seti er hús­næðis­sam­vinnu­fé­lag að nor­rænni fyr­ir­mynd sem býður upp á fast­eign­ir af fjöl­breytt­um stærðum og gerðum á höfuðborg­ar­svæðinu.

Kaup á bú­setu­rétti er val­kost­ur fyr­ir þá sem vilja búa við ör­yggi og festu en vilja ekki endi­lega kaupa fast­eign, seg­ir á heimasíðu fé­lags­ins.

Fé­lags­menn Bú­seta eru yfir 5.000 tals­ins og rúm­lega 1.000 af þeim eru bú­setu­rétt­ar­haf­ar.
Bjarg íbúðafé­lag er hús­næð-is­sjálf­seign­ar­stofn­un stofnuð af ASÍ og BSRB.

Fé­lag­inu er ætlað að tryggja ein­stak­ling­um og fjöl­skyld­um á vinnu­markaði aðgengi að ör­uggu íbúðar­hús­næði í lang­tíma­leigu.

Heimild: Mbl.is