Home Fréttir Í fréttum „Nýtt“ Lands­s­íma­hús kem­ur í ljós

„Nýtt“ Lands­s­íma­hús kem­ur í ljós

213
0
Vinnupall­ar tekn­ir niður. Í hús­inu verður í framtíðinni eitt af glæsi­hót­el­um borg­ar­inn­ar. mbl.is/​sisi

Fyr­ir fá­ein­um dög­um voru vinnupall­ar við fram­hlið Lands­s­íma­húss­ins tekn­ir niður og við blasti nýtt út­lit hinn­ar sögu­frægu bygg­ing­ar við Aust­ur­völl.

<>

Lands­s­íma­húsið er eitt af mörg­um hús­um sem Guðjón Samú­els­son húsa­meist­ari rík­is­ins teiknaði og prýða miðborg Reykja­vík­ur.

Í Lands­s­íma­hús­inu og sam­byggðum hús­um verður í framtíðinni rekið eitt af glæsi­hót­el­um borg­ar­inn­ar, Curio by Hilt­on.

Að fram­kvæmd­un­um stend­ur fé­lagið Lind­ar­vatn ehf. Til stóð að opna hót­elið vorið 2019 en opn­un­in hef­ur taf­ist af ýms­um ástæðum.

Fram­kvæmd­um var fram haldið þrátt fyr­ir far­ald­ur kór­ónu­veirunn­ar og stór­fækk­un ferðamanna af henn­ar völd­um.

Nú er stefnt að því að ljúka verk­inu sum­arið 2021, upp­lýs­ir Jó­hann­es Stef­áns­son fram­kvæmda­stjóri Lind­ar­vatns.

„Von­andi verður lífið þá komið í eðli­legt horf og ferðaþjón­ust­an kom­in í gang aft­ur. Maður leyf­ir sér að vera bjart­sýnn, en reynsl­an hef­ur þó sýnt að það er ekk­ert fast í hendi,“ seg­ir Jó­hann­es í um­fjöll­un um húsið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is