Home Fréttir Í fréttum Byggingar­kostnaður muni hækka vegna gjald­skrár­hækkana hjá Sorpu

Byggingar­kostnaður muni hækka vegna gjald­skrár­hækkana hjá Sorpu

181
0
Móttökustöð Sorpu við Breiðhellu. Mynd: SORPA

Viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins segir að byggingarkostnaður muni hækka vegna boðaðra gjaldskrárhækkana hjá Sorpu sem gildi taka um áramót.

<>

Þetta segir Lárus M.K. Ólafsson hjá SI í samtali við Morgunblaðið um breytingar á gjaldskrá sem kynntar voru á heimasíðu Sorpu þann 18. nóvember síðastliðinn.

Segir hann að Sorpa hafi ákveðið að fara „algjörlega gegn“ því sem áhersla hafi verið lögð á í núverandi ástandi, það er að ríki og sveitarfélög haldið aftur af sér í hækkunum á gjaldskrá.

Bent er á að í ákveðnum tilvikum nemi hækkun á móttökugjaldi hátt í 300 prósent. Eigi það við um steinefni frá byggingariðnaðinum og glerumbúðir og glerílát, þar sem kostnaður fyrir hvert innlagt kíló fer úr 1,86 krónur í 6,82 krónur.

Lárus segir að hækkunin virki ekki mikil en geti leitt til kostnaðarauka upp á allt að 30 milljónir króna hjá stærri byggingarverktökum á einu ári.

„Það gefur augaleið að þetta verður til þess að hækka byggingarkostnað, ekki síst á þéttingarreitum þar sem rýma þarf til fyrir nýju húsnæði á kostnað gamals,“ segir Lárus í samtali við Morgunblaðið.

Heimild: Visir.is