“Reynsla okkar af hönnun háspennulína á Íslandi frá 1978 hefur gert það að verkum að EFLA hefur verið einn helsti ráðgjafi Statnett í þessum efnum frá árinu 2009,“ segir Steinþór Gíslason, sviðsstjóri orkusviðs EFLU.
Samstarf Verkfræðistofunnar EFLU og Statnett var nýlega framlengt til næstu átta ára við undirritun rammasamnings þess efnis, en íslenska verkfræðistofan hefur unnið sem aðalráðgjafi Statnett við hönnun háspennulína í meira en áratug.
„Við erum búnir að vinna fyrir Statnett síðan 1994 og erum búnir að vera í samfelldum verkefnum fyrir þá frá árinu 2006.
Reynsla okkar af hönnun háspennulína á Íslandi frá 1978 hefur gert það að verkum að EFLA hefur verið einn helsti ráðgjafi Statnett í þessum efnum frá árinu 2009,“ segir Steinþór Gíslason, sviðsstjóri orkusviðs EFLU.
Að sögn Steinþórs eru 15 til 20 manns að jafnaði í fullu starfi vegna samninganna við Statnett, bæði á Íslandi og í Noregi.
„Um er að ræða tugi verkefna vítt og breitt um Noreg,“ segir hann og bætir við að stærðargráða samningsins verði á bilinu 500 milljónir til tveir milljarðar.
Samningur EFLU og Statnett er til tveggja til átta ára. Steinþór segir að hingað til hafi allir rammasamningar fyrirtækjanna tveggja verið fullnýttir: „Þannig að við eigum frekar von á því að þetta verði átta ára langur samningur.
“ Ásamt undirritun rammasamningsins við Statnett hefur EFLA einnig komist að samkomulagi við raforkuflutningsfyrirtækið Svenska kraftnät um hönnun næstu kynslóðar háspennumastra.
„Við erum líka einn helsti ráðgjafi Svenska kraftnät í rammasamningum,“ segir Steinþór, en um er að ræða nýja hönnun á tvírása háspennumöstrum.
Um er að ræða nýja tegund mastra sem eru hluti af stóru uppbyggingarátaki á raforkuflutningskerfi Svíþjóðar. EFLA hefur starfað í yfir 20 löndum á þessu sviði. Þar á meðal fyrir Landsnet á Íslandi, Fingrid í Finnlandi og Energinet í Danmörku.
Heimild: Frettabladid.is