Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir ganga vel á Gjögurflugvelli. Búið að leggja fyrra klæðningarlagið.

Framkvæmdir ganga vel á Gjögurflugvelli. Búið að leggja fyrra klæðningarlagið.

105
0
Mynd: Litlihjalli.is

Það gengur vel hjá Borgarverki ehf, með framkvæmdir á flugvellinum á Gjögri, en framkvæmdir byrjuðu 22. júní. Byrjað var á að moka gamla malarslitlaginu af brautinni, það var notað til að lengja brautina aðeins í suðvestur,og verður því lengra öryggissvæði. Þá voru grafnir skurðir meðfram brautinni fyrir ljósabrunna, en nú liggja rör á milli allra brunna til að draga kapla í seinna, einnig eru settir hitaskynjarar í flugbrautina, til að hægt sé að fylgjast með hitastigi. Einnig voru klappir við flughlað og austantil á brautinni fjarlægðar. Þá var keyrt nýju burðarlagi í brautina og styrktarlagi. Í gær var lagt fyrri klæðningin á flugbrautina, og það þjappað í nótt,en reynt verður að leggja seinni klæðninguna í dag, en það verða tvö lög, og á flughlað. Þá er eftir að grafa og leggja fyrir ljósbúnaði að vestanverðu meðfram flugbrautinni og ýmis frágangur eftir í næsu viku. Starfsmenn Borgarverks ætla að taka sér frí um næstu helgi eftir mikla törn.

<>

Heimild: Litlihjallii.is