Home Fréttir Í fréttum Litlu íbúðirn­ar eru fljót­ar að selj­ast

Litlu íbúðirn­ar eru fljót­ar að selj­ast

283
0
Fjór­ar blokk­ir við Ása­tún, hver með 15 íbúðum, sem Berg­festa lét reisa og var flutt inn í fyr­ir nokkr­um árum. Þarna er nú að mynd­ast sam­fé­lag. Mynd: mbl.is/​Sig­urður Bogi

Fram­kvæmd­ir við bygg­ingu alls 14 íbúða í tveim­ur nýj­um fjöl­býl­is­hús­um við göt­una Geirþrúðar­haga á Ak­ur­eyri eru langt komn­ar og hjá bygg­ing­ar­fyr­ir­tæk­inu Berg­festu ehf., sem stend­ur að þessu verk­efni, er áformað að af­henda kaup­end­um eign­ir sín­ar í des­em­ber.

<>

„Hér á Ak­ur­eyri hef­ur verið mik­il og stöðug eft­ir­spurn eft­ir litl­um íbúðum sem eru á bil­inu 50-80 fer­metr­ar enda höf­um við lagt okk­ur sér­stak­lega eft­ir að fram­leiða slík­ar eign­ir,“ seg­ir Sæv­ar Helga­son hjá Berg­festu í sam­tali í Morg­un­blaðinu í dag.

Fyr­ir­tækið hef­ur á síðustu árum staðið að bygg­ingu rúm­lega 100 íbúða í fjöl­býl­is­hús­um sem all­ar eru í Nausta- og Haga­hverfi sem er syðst á Brekk­unni á Ak­ur­eyri, nærri Kjarna­skógi.

Nú í sum­ar lauk Berg­festa við að byggja fjög­ur fjór­býl­is­hús í Hall­dóru­haga, alls 16 íbúðir, og fékk fyr­ir þau Bygg­ing­ar­lista­verðlaun Ak­ur­eyr­ar 2020.

Heimild: Mbl.is