Home Fréttir Í fréttum Reykja­vík Ed­iti­on-hót­elið: Stefnt að opn­un á vor­dög­um

Reykja­vík Ed­iti­on-hót­elið: Stefnt að opn­un á vor­dög­um

143
0
Fram­kvæmd­ir standa enn yfir við hina gríðar­stóru hót­el­bygg­ingu. Mynd: mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Mikið ann­ríki hef­ur verið á Aust­ur­bakk­an­um síðustu miss­eri þar sem Reykja­vík Ed­iti­on-hót­elið rís og er óðum að taka á sig mynd. Stefnt er að opn­un hót­els­ins næsta vor.

<>

„Þetta lít­ur ágæt­lega út og við höld­um okk­ar striki við að klára hót­elið,“ seg­ir Sveinn Björns­son, fram­kvæmda­stjóri Íslenska fast­eigna­fé­lags­ins, sem er í eig­anda­hópi hót­els­ins.

Verkið er þegar á eft­ir áætl­un og seg­ir Sveinn að far­ald­ur­inn hafi sett strik sitt í reikn­ing­inn, m.a. hafi fram­leiðsla inn­rétt­inga taf­ist í Evr­ópu, en nú horfi öðru­vísi við og hót­elið verði inn­réttað á næstu mánuðum.

Sveinn seg­ir mark­miðið að ljúka fram­kvæmd­um á vor­dög­um og stefnt sé á opn­un hót­els­ins á svipuðum tíma. Um óvissu næsta sum­ars og hvort opn­un verði frestað ef ekki sér til sól­ar í komu ferðamanna, seg­ir Sveinn að „staðan verði tek­in eins og hún þró­ast“.

Heimild: Mbl.is