Mikið annríki hefur verið á Austurbakkanum síðustu misseri þar sem Reykjavík Edition-hótelið rís og er óðum að taka á sig mynd. Stefnt er að opnun hótelsins næsta vor.
„Þetta lítur ágætlega út og við höldum okkar striki við að klára hótelið,“ segir Sveinn Björnsson, framkvæmdastjóri Íslenska fasteignafélagsins, sem er í eigandahópi hótelsins.
Verkið er þegar á eftir áætlun og segir Sveinn að faraldurinn hafi sett strik sitt í reikninginn, m.a. hafi framleiðsla innréttinga tafist í Evrópu, en nú horfi öðruvísi við og hótelið verði innréttað á næstu mánuðum.
Sveinn segir markmiðið að ljúka framkvæmdum á vordögum og stefnt sé á opnun hótelsins á svipuðum tíma. Um óvissu næsta sumars og hvort opnun verði frestað ef ekki sér til sólar í komu ferðamanna, segir Sveinn að „staðan verði tekin eins og hún þróast“.
Heimild: Mbl.is